Með fótboltann í blóðinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. september 2013 09:00 Skagastúlkur fagna sætinu í Pepsi-deildinni. Mynd/Stefán „Það er vonandi að þetta sé upphafið að vakningu stórveldisins,“ segir Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari kvennaliðs Akraness. Stelpurnar af Skaganum tryggðu sér sæti í efstu deild á nýjan leik í vikunni eftir 3-2 sigur í tveimur leikjum gegn KR. „KR er með rosalega gott lið, svo ég tali ekki um útlendingana sem þær eru með,“ segir Magnea. Skaginn vann 3-0 sigur í fyrri leiknum á Skaganum en tapaði 2-0 í síðari leiknum á þriðjudagskvöld. Tæpt stóð það en að því er ekki spurt í fótbolta. „Kvöldið var svakalega fallegt og bara grenjandi gleði,“ segir Magnea, sem hrósar Akurnesingum sem studdu liðið í Vesturbænum. „Það var æðislegt hve margir komu í rútunni ofan af Skaga. Þegar fólkið byrjaði að garga í stúkunni trúði ég ekki mínum eigin augum.“ Magnea, sem vann allt sem hægt er að vinna í íslenskum fótbolta með Skagaliðinu á sínum tíma, tók við liði ÍA í mars. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni fyrstu deildar sumarið 2012 og segir Magnea markmiðið alltaf hafa verið ljóst.Liðið verður að styrkja sig „Ég settist niður með þeim á einkafundum þegar ég tók við liðinu. Þær höfðu allar sama markmiðið, að komast upp, og því kom ekkert annað til greina,“ segir Magnea, sem þreytir frumraun sína í þjálfun meistaraflokks í sumar. Hún þakkar þennan góða árangur því hve lengi leikmenn liðsins hafa spilað saman. „Þær hafa meira og minna allar spilað saman frá því í sjötta flokki,“ segir þjálfarinn. Þær þekki kosti og galla félaga sinna auk þess sem eldri leikmenn hafi smollið í hópinn eins og flís við rass. Þá hafi leikmenn liðsins náð að gíra sig upp í réttu leikina, sem hafi skipt máli. Magnea segir ljóst að liðið þurfi að styrkja sig til þess að stimpla sig inn í deild þeirra bestu. Liðið hafi farið upp í efstu deild sumarið 2004 en sumarið á eftir verið erfitt. Liðið fékk aðeins eitt stig allt sumarið. „Öll lið sem koma upp úr 1. deild þurfa að fá styrk til að lifa af. Þetta er svolítið stökk.“ Um helmingur leikmanna ÍA getur bætt annarri rós í hnappagatið síðar í mánuðinum er liðið leikur til úrslita í bikarkeppni 2. flokks gegn Breiðabliki. Allt í kross á AkranesiMynd/StefánAkranes hefur alið af sér marga af bestu knattspyrnukörlum og -konum landsins. Ekki er það skrýtið enda virðist knattspyrnufólk á Akranesi sérstaklega iðið við kolann þegar kemur að framleiðslu nýrra kynslóða knattspyrnufólks. „Þetta er allt í kross hérna á Akranesi,“ segir Magnea. Sex leikmenn í liði ÍA eiga foreldra sem verið hafa í aðalhlutverki hjá Skagamönnum í gegnum árin. „Það er svo gaman við þetta hvernig við þekkjumst öll. Við vitum fyrir vikið hvað til þarf. Foreldrarnir vita það líka svo það þýðir ekkert væl,“ segir Magnea. Hún er gift knattspyrnumanninum Stefáni Þór Þórðarsyni og er náskyld nokkrum leikmönnum karlaliðs Skagamanna en engum í kvennaliðinu. „Það er svo sem ágætt. Það liti kannski ekki vel út hvort sem er að hampa eða vera grimmur við systur sína eða frænku“ Fótboltastelpurnar af Skaganum eru margar af þekktum fótboltaættumMynd/StefánUnnur Ýr Haraldsdóttir Dóttir Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur. Haraldur og Jónína urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar með ÍA, auk þess að spila fyrir hönd Íslands.Guðrún Karitas Sigurðardóttir Dóttir Sigurðar Jónssonar sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með ÍA. Lék sem atvinnumaður á Englandi og í Svíþjóð. Var lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil.Maren Leósdóttir Dóttir Halldóru Sigríðar Gylfadóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék einnig fyrir Íslands hönd.Ingunn Dögg Eiríksdóttir Dóttir Ragnheiðar Jónasdóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék landsleiki fyrir Íslands hönd í handbolta, fótbolta og badminton.Bryndís Rún Þórólfsdóttir Dóttir Áslaugar Rögnu Ákadóttur, sem raðaði inn mörkum með Skagamönnum á tíunda áratugnum. Handhafi silfurskósins sumarið 1996 og bronsskósins sumarið 1994.Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Dóttir varnarmannsins Jóhannesar Guðjónssonar sem varð Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum á áttunda áratugnum. Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira
„Það er vonandi að þetta sé upphafið að vakningu stórveldisins,“ segir Magnea Guðlaugsdóttir, þjálfari kvennaliðs Akraness. Stelpurnar af Skaganum tryggðu sér sæti í efstu deild á nýjan leik í vikunni eftir 3-2 sigur í tveimur leikjum gegn KR. „KR er með rosalega gott lið, svo ég tali ekki um útlendingana sem þær eru með,“ segir Magnea. Skaginn vann 3-0 sigur í fyrri leiknum á Skaganum en tapaði 2-0 í síðari leiknum á þriðjudagskvöld. Tæpt stóð það en að því er ekki spurt í fótbolta. „Kvöldið var svakalega fallegt og bara grenjandi gleði,“ segir Magnea, sem hrósar Akurnesingum sem studdu liðið í Vesturbænum. „Það var æðislegt hve margir komu í rútunni ofan af Skaga. Þegar fólkið byrjaði að garga í stúkunni trúði ég ekki mínum eigin augum.“ Magnea, sem vann allt sem hægt er að vinna í íslenskum fótbolta með Skagaliðinu á sínum tíma, tók við liði ÍA í mars. Liðið var hársbreidd frá því að komast í úrslitakeppni fyrstu deildar sumarið 2012 og segir Magnea markmiðið alltaf hafa verið ljóst.Liðið verður að styrkja sig „Ég settist niður með þeim á einkafundum þegar ég tók við liðinu. Þær höfðu allar sama markmiðið, að komast upp, og því kom ekkert annað til greina,“ segir Magnea, sem þreytir frumraun sína í þjálfun meistaraflokks í sumar. Hún þakkar þennan góða árangur því hve lengi leikmenn liðsins hafa spilað saman. „Þær hafa meira og minna allar spilað saman frá því í sjötta flokki,“ segir þjálfarinn. Þær þekki kosti og galla félaga sinna auk þess sem eldri leikmenn hafi smollið í hópinn eins og flís við rass. Þá hafi leikmenn liðsins náð að gíra sig upp í réttu leikina, sem hafi skipt máli. Magnea segir ljóst að liðið þurfi að styrkja sig til þess að stimpla sig inn í deild þeirra bestu. Liðið hafi farið upp í efstu deild sumarið 2004 en sumarið á eftir verið erfitt. Liðið fékk aðeins eitt stig allt sumarið. „Öll lið sem koma upp úr 1. deild þurfa að fá styrk til að lifa af. Þetta er svolítið stökk.“ Um helmingur leikmanna ÍA getur bætt annarri rós í hnappagatið síðar í mánuðinum er liðið leikur til úrslita í bikarkeppni 2. flokks gegn Breiðabliki. Allt í kross á AkranesiMynd/StefánAkranes hefur alið af sér marga af bestu knattspyrnukörlum og -konum landsins. Ekki er það skrýtið enda virðist knattspyrnufólk á Akranesi sérstaklega iðið við kolann þegar kemur að framleiðslu nýrra kynslóða knattspyrnufólks. „Þetta er allt í kross hérna á Akranesi,“ segir Magnea. Sex leikmenn í liði ÍA eiga foreldra sem verið hafa í aðalhlutverki hjá Skagamönnum í gegnum árin. „Það er svo gaman við þetta hvernig við þekkjumst öll. Við vitum fyrir vikið hvað til þarf. Foreldrarnir vita það líka svo það þýðir ekkert væl,“ segir Magnea. Hún er gift knattspyrnumanninum Stefáni Þór Þórðarsyni og er náskyld nokkrum leikmönnum karlaliðs Skagamanna en engum í kvennaliðinu. „Það er svo sem ágætt. Það liti kannski ekki vel út hvort sem er að hampa eða vera grimmur við systur sína eða frænku“ Fótboltastelpurnar af Skaganum eru margar af þekktum fótboltaættumMynd/StefánUnnur Ýr Haraldsdóttir Dóttir Haraldar Ingólfssonar og Jónínu Víglundsdóttur. Haraldur og Jónína urðu bæði Íslands- og bikarmeistarar með ÍA, auk þess að spila fyrir hönd Íslands.Guðrún Karitas Sigurðardóttir Dóttir Sigurðar Jónssonar sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með ÍA. Lék sem atvinnumaður á Englandi og í Svíþjóð. Var lykilmaður í íslenska landsliðinu um árabil.Maren Leósdóttir Dóttir Halldóru Sigríðar Gylfadóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék einnig fyrir Íslands hönd.Ingunn Dögg Eiríksdóttir Dóttir Ragnheiðar Jónasdóttur sem varð bæði Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum. Lék landsleiki fyrir Íslands hönd í handbolta, fótbolta og badminton.Bryndís Rún Þórólfsdóttir Dóttir Áslaugar Rögnu Ákadóttur, sem raðaði inn mörkum með Skagamönnum á tíunda áratugnum. Handhafi silfurskósins sumarið 1996 og bronsskósins sumarið 1994.Helga Sjöfn Jóhannesdóttir Dóttir varnarmannsins Jóhannesar Guðjónssonar sem varð Íslands- og bikarmeistari með Skagamönnum á áttunda áratugnum.
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Ein af stofnendunum leggur skóna á hilluna Sjá meira