Hamilton óvænt á ráspól Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 27. júlí 2013 13:13 Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir. Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Lewis Hamilton á Mercedes verður á ráspól í ungverska kappakstrinum í Formúlu 1 á morgun. Úrslitin komu honum sjálfum á óvart. „Erum við á ráspól?“ spurði Hamilton tæknimenn sína. „Já,“ svöruðu þeir. „Við erum jafn hissa og þú.“ Flestir bjuggust við því að Sebastian Vettel og Red Bull-liðið yrði fljótast í dag eins og á æfingum síðustu daga. Vettel, sem hefur aldrei fagnað sigri í Ungverjalandi, varð þó að sætta sig við annað sætið í tímatökunum í dag. „Þetta var erfitt í hitanum í dag og mér fannst hringurinn hjá mér ekki það góður. Því kom það mér á óvart að ég væri fremstur. Ég hélt að Sebastian hefði verið fljótastur,“ sagði Hamilton. Vettel segir þó að það hafi ekkert sérstakt klikkað hjá sér. „Það var ekki margt. Ég var nokkuð ánægður með síðustu tvo hringina því ég var með ný dekk. Kannski var ég ekki nógu ákveðinn um miðbik brautarinnar. Við hefðum átt að taka þetta í dag.“ Liðsfélagi Vettel, Ástralinn Mark Webber, lenti í vandræðum með bílinn sinn í dag og náði ekki tíma í lokatímatökunni. Hann verður því tíundi á ráspól. Roman Grosjean á Lotus varð þriðji í dag og Nico Rosberg, liðsfélagi Hamilton, fjórði. Fernando Alonso (Ferrari), Kimi Raikkönen (Lotus) og Felipe Massa (Ferrari) komu svo næstir á eftir.
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira