Umfjöllun, viðtöl og myndir: KR - Glentoran 0-0 Stefán Árni Pálsson á KR-velli skrifar 4. júlí 2013 11:29 KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Evrópudeild UEFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
KR og Glentoran gerðu markalaust jafntefli í fyrstu umferð forkeppni Evrópudeildarinnar en leikurinn fór fram á KR-velli í kvöld. Heimamenn náðu sér ekki almennilega á strik en aftur á móti voru greinilega skilaboð til leikmanna Glentoran, að tefja leikinn eins mikið og mögulegt var. Leiktafir gestanna gjörsamlega drápu allt tempó í leiknum og hann komst aldrei á flug. Daníel Rúnarsson, ljósmyndari Vísis og Fréttablaðsins, var á KR-vellinum í kvöld og tók þessar myndir hér fyrir ofan. KR-ingar byrjuðu leikinn að krafti og voru verulega ákveðnir í sínum aðgerðum. Það leit allt út fyrir að heimamenn myndu setja fyrsta markið fljótlega en gestirnir voru á öðru máli. Leikmenn Glentoran nýttu sér hvert einasta tækifæri til þess að tefja leikinn og undirritaður hefur í raun aldrei orðið vitni að öðru eins en þeir nýttu hvert innkast til að tefja leikinn og lágu um allan völl. Spiltími fyrri hálfleiksins var í raun svona 35 mínútur, ekki 45 mínútur. Gestirnir náðu með þessu að drepa allt tempó í leiknum og var staðan 0-0 í hálfleik. Í upphafi síðari hálfleiks var bara eitt lið á vellinum og KR-ingar réðu lögum og lofum á vellinum, en náðu samt sem áður ekki að setja mark sitt almennilega á leikinn og sköpuðu sér enginn hættuleg færi. Leikmenn Glentoran héldu áfram að tefja leikinn þar til að dómari leiksins fékk alveg nóg og byrjaði að spjalda fyrir það allt saman. Það er skemmst frá því að segja að leiknum lauk með 0-0 jafntefli í verulega bragðdaufum leik þar sem annað liðið var reiðubúið að spila fótbolta, hitt liðið gerði eitthvað allt annað. Síðari leikurinn fer fram í Norður-Írlandi eftir slétta viku. Þetta verða að teljast fín úrslit fyrir Glentoran. Baldur: Þetta var eins og að spila gegn liði frá Makedóníu„Það vildi bara eitt lið spila fótbolta hér í kvöld,“ sagði Baldur Sigurðsson, leikmaður KR, eftir jafnteflið í kvöld. „Það var mjög skrítið að mæta svona liði frá Norður-Írlandi og þeir spila eins og þeir séu frá Makedóníu, henda sér niður og tefja allan leikinn. Dómari leiksins tók í raun bara þátt í því með þeim og fór rétt svo að taka í taumana undir lokin.“ „Þetta fór greinilega í taugarnar á okkur, við vorum alltof æstir og náðum ekki að nýta okkur þá yfirburði sem við höfum framyfir þetta lið.“ „Þetta var allt annað lið en við mættum fyrir þremur árum. Leikurinn úti verður erfiðari og þeir hljóta að leggja þann leik töluvert öðruvísi upp.“ Hægt er að sjá myndband af viðtalinu hér að ofan. Kjartan: Komu fram við okkur eins og við værum í Real Madrid„Ég hefði kannski skilið þessa taktík frá þeim ef liðið hefði komist yfir í leiknum, en maður er bara orðlaus eftir svona leik,“ sagði Kjartan Henry Finnbogason, leikmaður KR, eftir leikinn í kvöld. „Mér fannst bara eins og þeir héldu að mótherjinn væri Real Madrid. Þeim datt ekki í hug að sækja á markið. Þetta var samt sem áður þeirra nálgun á leiknum og það tókst.“ „Þeir héldu hreinu og náðu að tefja allan leikinn. Ég held að liðið hafi tekið svona 1-2 mínútur í hvert innkast í leiknum.“ „Dómarinn tók ekki á málinu fyrir en í lokin og þá vorum við löngu orðnir vel pirraðir. Þetta hafði mikil áhrif á okkar leik og við verðum að læra af þessu í kvöld. Liðið þarf að sýna mun meiri ró í síðari leiknum og vera þolinmóðari.“ „Ég get ekki beðið eftir því að komast út í næsta leik gegn þessu liði, við erum betri.“Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira