Engin augljós lausn hjá McLaren Birgir Þór Harðarson skrifar 10. maí 2013 21:15 McLaren er ekki nærri því komið í endamark með að leysa vandamálin sín. McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“ Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
McLaren-liðinu gekk ekki vel á föstudagsæfingunum fyrir spánska kappaksturinn sem fram fóru í dag. Þeir Jenson Button og Sergio Perez náðu aðeins tólfta og þrettánda besta tíma á seinni æfingunni. Liðið uppfærði yfirbyggingu bílsins mikið fyrir kappaksturinn um helgina en þær uppfærslur duga greinilega ekki í baráttunni við hin toppliðin, hvað þá liðin fyrir miðja deild. Liðið viðurkennir nú að vandamálin séu stærri en svo að hægt sé að leysa þau milli móta. Sam Michael, einn stjórnenda liðsins, sagði við blaðamenn í dag að það væru samlegðaráhrif nokkurra veigamikilla atriða sem væru að plaga liðið. Þau vandamál yrðu ekki leyst í flýti. „Við vitum hvaða hlutar það eru sem við verðum að lagfæra, við vitum hvar vandamálið liggur og við vitum að það er í ferli. Þetta mun allt taka sinn tíma,“ sagði Michael. „Stærsu mistökin sem þú getur gert þegar maður stendur sig illa eða ekki samkvæmt væntingum er að reiða sig á einhverja töfralausn. Hún mun aldrei koma. Þess vegna höfum við takmarkaðar væntingar til þessa tímabils svo fólk haldi nú ekki að við séum vongóðir.“
Formúla Tengdar fréttir Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Vettel og Alonso bitust um besta tímann Þeir Sebastian Vettel og Fernando Alonso kepptust um að eiga besta tíma í æfingum dagsins fyrir kappaksturinn í Barceloan á Spáni sem fram fer um helgina. Vettel hafði betur í seinni æfingunni en Alonso í þeirri fyrri. 10. maí 2013 14:16