Alonso vann sannfærandi sigur á heimavelli Birgir Þór Harðarson skrifar 12. maí 2013 15:02 Alonso var sigurreifur á heimavelli í dag. Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði. Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Spánverjinn Fernando Alonso, ökumaður Ferrari-liðsins í Formúlu 1, vann sannfærandi sigur í kappakstrinum á Spáni í dag. Alonso hefur ekki unnið í Barcelona síðan árið 2006 og voru heimamenn því himinlifandi. Alonso var leiftursnöggur í kappakstrinum og vann sig upp í fyrsta sætið með sjallri herfræði og grimmd í brautinni. Það kristallaðist strax í ræsingu því í fyrstu tveimur beygjunum sýndi hann nákvæmlega hvað væri að fara að gerast í kappakstrinum; hann ætlaði sér að sigra. Finninn Kimi Raikkönen kom fáum á óvart í öðru sæti á verðlaunapallinum í dag. Lotus-bíllinn hans hefur reynst vel og fer vel með dekkin. Ekki skemmir að Kimi er flinkur ökuþór og veit hvenær hann á að sækja og hvenær hann á að hugsa um dekkin.Liðsfélagi Alonso hjá Ferrari, Felipe Massa, varð þriðji í kappakstrinum. Hann hafði ræst níundi og sótti hratt á. Eftir að ljóst var að Sebastian Vettel og Mercedes-mennirnir gætu ekki hlíft dekkjunum eins og Ferrari og Lotus var leikurinn auðveldur fyrir Massa. Þeir Nico Rosberg og Lewis Hamilton voru einmitt í stökustu vandræðum með dekkin í keppninni. Mercedes-bílarnir virðast vera yfirstýrðir í höndum beggja ökuþóra sem gerir það að verkum að afturdekkin eru fljót að eyðileggjast og missa grip. Rosberg náði þó að halda forystu gegn Vettel á fyrstu hringjum kappakstursins en nokkru eftir fyrsta viðgerðarhléið var ljóst í hvað stemmdi þegar keppinautarnir flugu fram úr hver á fætur öðrum. Hamilton var í vandræðum alveg frá fyrstu beygju. Rosberg endaði sjöundi og Hamilton í tólfta. Jenson Button á McLaren kom skemmtilega á óvart og kom sér fyrir í áttunda sætinu eftir að hafa ræst fjórtándi. Hann féll í byrjun keppninnar í sautjánda sætið en vann sig svo upp listann og framfyrir liðsfélaga sinn Sergio Perez sem endaði níundi. Toro Rosso-ökuþórinn Daniel Ricciardo var magnaður í kappakstrinum og lét stóru fiskana í lauginni hafa fyrir hlutunum. Hann endaði tíundi og sótti síðasta stigið sem var í boði.
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira