Loeb: Kubica getur gert betur en Raikkönen Birgir Þór Harðarson skrifar 16. maí 2013 06:15 Loeb ekur Citroen í WRC. Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum. Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastien Loeb, nífaldur heimsmeistari í rallý, segir Pólverjan Robert Kubica geta náð mun betri árangri í rallý en finnanum Kimi Raikkönen tókst. Kubica getur jafnvel barist um titilinn í heimsmeistararallinu. Robert Kubica keppir nú í Evrópurallinu og hefur ekið í nokkrum mótum í Heimsrallinu með góðum árangri. Pólverjinn keppti í Formúlu 1 til ársins 2010 þegar hann lenti í hrikalegu slysi í rallý á Ítalíu. Síðan þá hefur hann verið í stöðugri endurhæfingu og rétt nýbyrjaður að aka á ný í keppni. Raikkönen yfirgaf Formúlu 1 árið eftir tímabilið 2009, sagðist vera fullsaddur á fjölmiðlafári og rugli, og snéri sér að rallakstri með misjöfnum árangri. Hann keppti í heimsmeistararallinu allt tímabilið 2010 en náði aldrei sérstökum árangri þrátt fyrir að sýna stundum sína alþekktu hæfileika undir stýri. Finninn snéri loks aftur í Formúlu 1 með Lotus í fyrra og hefur þegar unnið tvo kappakstra og er sem stendur í öðru sæti heimsmeistarakeppninnar. Kubica dreymir um að keppa á ný í Formúlu 1 og vegur hrós Loeb örugglega þungt þegar hann skilar inn ferilskránni til formúluliðs í framtíðinni. "Kimi var góður til að byrja með en hann náði aldrei að þróa hæfileika sína í rallý eins og hann hefði viljað. Ég er viss um að Kubica verði betri en Raikkönen í rallý því, ólíkt Kimi, tekur hann hlutunum af einstakri fagmennsku og vill vera bestur," sagði Loeb. Hinn franski Loeb vann heimsmeistaratitilinn í rallý níu sinnum í röð á árunum 2004 til 2012. Hann er nú hættur að keppa að fullu í heimsmeistararallinu en tekur eitt og eitt mót meðfram götubílakappakstri á lokuðum brautum.
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira