Umfjöllun, viðtöl og myndir: Stjarnan - Fram 21-22 | Oddaleikur á sunnudag Jón Júlíus Karlsson í Mýrinni skrifar 3. maí 2013 13:11 Framkonur fögnuðu sigrinum að vonum vel í kvöld. Mynd/Stefán Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn vel og komust snemma í 3-1. Fram jafnaði hins vegar fljótt leikinn á ný og náði þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5-8. Elísabet Gunnarsdóttir í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 6-8 og þann liðsmun nýttu heimakonur í Stjörnunni vel og náðu að jafna leikinn í 8-8. Fram var betri á lokamínútum fyrri hálfleiks og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 9-11. Elísabet var drjú á línunni hjá Fram og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sandra Sig Sigurjónsdóttir í liði Fram þurfti hins vegar að hafa varann á í seinni háfleik eftir að hafa tvisvar fengið brottvísun í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Hanna Guðrún Stefánsdóttir að leika vel og var kominn með fjögur mörk í hálfleik. Stjarnan byrjaði vel í seinni háfleik. Liðið náði snemma tveggja marka forystu og var yfir í stöðunni 14-12. Flottur 5-1 kafli hjá Stjörnunni. Fram náði vopnum sínum á ný og staðan var 17-17 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Fram góðan kafla og skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-21 þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan klóraði sig aftur inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð. Stjarnan skoraði góða vörn á þessum tímapunkti og skoraði Fram aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. Mikil dramatík var á lokasekúndunum en Stjarnan vann boltann þegar skammt var eftir og reyndi að jafnan leikinn. Brotið var á Jónu Margréti Ragnarsdóttur þegar skammt var eftir. Aukakast dæmt í þann mund sem leiktíminn rann út. Jóna Margrét skaut í varnarvegginn í aukakastinu og því fögnuðu Fram-konur sigri. Lokatölur, 21-22, og oddaleikur framundan. Stella: Fram er ekki silfurklúbburMynd/Stefán„Við áttum mikið inni eftir síðasta leik og vorum staðráðnar í að mæta hingað og spila okkar vörn og fá hraðaupphlaup. Það gekk eftir en mér fannst við gefa fullmikið eftir í lokin og settum spennu í leikinn. Þetta hefur allavega verið gaman fyrir áhorfendur,“ segir Stella Sigurðardóttir og brosir. Hún og félagar hennar í Fram tryggðu sér oddaleik með sigri í kvöld. Stella skoraði fimm mörk. „Þó fór aðeins um mig þegar þær unnu boltann og 10 sekúndur eftir. Þó það hefði verið framlengt þá er ég nokkuð viss um að við hefðum unnið þetta í framlengingu ef til hennar hefði komið. Þó við eigum heimaleik í oddaleiknum þá erum við alls ekki með yfirhöndina. Við erum búnar að tapa þremur heimaleikjum í röð og skuldum stuðningsmönnum okkar að vinna á heimavelli.“ Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“ Jóna Margrét: Spiluðum undir getuJóna Margrét reynir að jafna úr aukakasti í lokin.Mynd/Stefán„Ég er mjög svekkt og við vorum allar að spila undir getu. Við náðum ekki þessari grimmd og baráttu sem þurfti. Dómararnir hleyptu þeim í meira í peysutog en okkur og við vorum mikið einum færri,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Það kom mjög dýr kafli þar sem við missum þær fjórum mörkum yfir. Við náðum að vinna okkur tilbaka inn í leikinn. Þó við höfum tapað í kvöld þá er þetta hvergi nærri búið og það er úrslitaleikur framundan. Þó að við hefðum viljað klára þetta í kvöld þá fáum við einn leik í viðbót. Fram er stóra liðið og ætti að vinna en við erum búnar að vera mjög góðar og toppa algjörlega á réttum tíma.“ Jóna Margrét átti ágætan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk. „Við þurfum að bæta í sóknarleikinn og þétta varnarleikinn. Þær fengu meira línuspil í kvöld en í undanförnum leikjum. Við lögum þetta fyrir leikinn á sunnudag. Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Fram tryggði sér oddaleik í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn í N1 deild kvenna í handknattleik eftir sigur gegn Stjörnunni í Mýrinni í kvöld, 21-22. Leikurinn var spennandi en Fram hafði betur. Liðin mætast í oddaleik í Safamýri á sunnudag. Stjörnustúlkur byrjuðu leikinn vel og komust snemma í 3-1. Fram jafnaði hins vegar fljótt leikinn á ný og náði þriggja marka forystu um miðjan fyrri hálfleik í stöðunni 5-8. Elísabet Gunnarsdóttir í liði Fram fékk tveggja mínútna brottvísun í stöðunni 6-8 og þann liðsmun nýttu heimakonur í Stjörnunni vel og náðu að jafna leikinn í 8-8. Fram var betri á lokamínútum fyrri hálfleiks og fór inn í hálfleikinn með tveggja marka forystu, 9-11. Elísabet var drjú á línunni hjá Fram og skoraði fjögur mörk í fyrri hálfleik. Sandra Sig Sigurjónsdóttir í liði Fram þurfti hins vegar að hafa varann á í seinni háfleik eftir að hafa tvisvar fengið brottvísun í fyrri hálfleik. Hjá Stjörnunni var Hanna Guðrún Stefánsdóttir að leika vel og var kominn með fjögur mörk í hálfleik. Stjarnan byrjaði vel í seinni háfleik. Liðið náði snemma tveggja marka forystu og var yfir í stöðunni 14-12. Flottur 5-1 kafli hjá Stjörnunni. Fram náði vopnum sínum á ný og staðan var 17-17 þegar seinni hálfleikurinn var hálfnaður. Þá tók Fram góðan kafla og skoraði fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni í 17-21 þegar um tíu mínútur voru eftir. Stjarnan klóraði sig aftur inn í leikinn með því að skora þrjú mörk í röð. Stjarnan skoraði góða vörn á þessum tímapunkti og skoraði Fram aðeins eitt mark á síðustu tíu mínútum leiksins. Mikil dramatík var á lokasekúndunum en Stjarnan vann boltann þegar skammt var eftir og reyndi að jafnan leikinn. Brotið var á Jónu Margréti Ragnarsdóttur þegar skammt var eftir. Aukakast dæmt í þann mund sem leiktíminn rann út. Jóna Margrét skaut í varnarvegginn í aukakastinu og því fögnuðu Fram-konur sigri. Lokatölur, 21-22, og oddaleikur framundan. Stella: Fram er ekki silfurklúbburMynd/Stefán„Við áttum mikið inni eftir síðasta leik og vorum staðráðnar í að mæta hingað og spila okkar vörn og fá hraðaupphlaup. Það gekk eftir en mér fannst við gefa fullmikið eftir í lokin og settum spennu í leikinn. Þetta hefur allavega verið gaman fyrir áhorfendur,“ segir Stella Sigurðardóttir og brosir. Hún og félagar hennar í Fram tryggðu sér oddaleik með sigri í kvöld. Stella skoraði fimm mörk. „Þó fór aðeins um mig þegar þær unnu boltann og 10 sekúndur eftir. Þó það hefði verið framlengt þá er ég nokkuð viss um að við hefðum unnið þetta í framlengingu ef til hennar hefði komið. Þó við eigum heimaleik í oddaleiknum þá erum við alls ekki með yfirhöndina. Við erum búnar að tapa þremur heimaleikjum í röð og skuldum stuðningsmönnum okkar að vinna á heimavelli.“ Mikil umræða hefur verið um Fram-liðið og getu þess til að klára úrslitaeinvígið með sigri. Talsvert hefur safnast upp af silfurverðlaunum í Safamýri á undanförnum árum. „Þetta er búið að vera mikið í umræðunni ég held að það espi okkur meira upp þegar fólk tala um að það sé silfuhefð hjá okkur. Við erum alls ekki silfurklúbbur og ætlum að vinna gullið í ár.“ Jóna Margrét: Spiluðum undir getuJóna Margrét reynir að jafna úr aukakasti í lokin.Mynd/Stefán„Ég er mjög svekkt og við vorum allar að spila undir getu. Við náðum ekki þessari grimmd og baráttu sem þurfti. Dómararnir hleyptu þeim í meira í peysutog en okkur og við vorum mikið einum færri,“ sagði Jóna Margrét Ragnarsdóttir, leikmaður Stjörnunnar eftir tap liðsins gegn Fram í kvöld. „Það kom mjög dýr kafli þar sem við missum þær fjórum mörkum yfir. Við náðum að vinna okkur tilbaka inn í leikinn. Þó við höfum tapað í kvöld þá er þetta hvergi nærri búið og það er úrslitaleikur framundan. Þó að við hefðum viljað klára þetta í kvöld þá fáum við einn leik í viðbót. Fram er stóra liðið og ætti að vinna en við erum búnar að vera mjög góðar og toppa algjörlega á réttum tíma.“ Jóna Margrét átti ágætan leik fyrir Stjörnuna í kvöld og skoraði þrjú mörk. „Við þurfum að bæta í sóknarleikinn og þétta varnarleikinn. Þær fengu meira línuspil í kvöld en í undanförnum leikjum. Við lögum þetta fyrir leikinn á sunnudag.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira