Gengur Tottenham betur en KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 07:54 Gylfi skorar markið glæsilega í fyrri leiknum. Nordicphotos/Getty Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Sjá meira
Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33
Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00