Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - HK 32-15 Sigmar Sigfússon í Mýrinni skrifar 4. apríl 2013 13:25 Mynd/Vilhelm Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum. Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira
Stjarnan er komin með 1-0 forystu í einvígi sínu gegn HK í úrslitakeppni N1-deildar kvenna eftir afar sannfærandi sigur á heimavelli í kvöld. Leikurinn fór ágætlega af stað og skoruðu gestirnir fyrsta mark leiksins. En þá snerist leikurinn heimamönnum í vil og HK sá ekki til sólar á mjög löngum köflum í hálfleiknum. Stjarnan komst í 5–2 eftir ellefu mínútna leik og voru þær mjög ákveðnar í vörninni og spiluðu glimrandi vel. Sterk vörn Stjörnunnar gerði HK-stelpum erfitt fyrir og þær gerðu marga tæknifeila í sókninni sem Stjarnan refsaði með hverju hraðarupphlaupinu á eftir öðru. Þá skoruði HK ekki mark í heilar tíu mínútur eða frá sjöttu mínútu leiksins þar til á sextándu mínútu. Markmaður Stjörnunnar, Sunneva Einarsdóttir, átti frábæran leik fyrir þær bláklæddu og varði vel á köflum í fyrri hálfleik. Stjarnan fór með tólf marka forystu inn í búningsklefa í hálfleik. Í seinni hálfleik var sama upp á teningnum og HK átti erfitt með að komast inn í leikinn á ný. Það má eiginlega segja að Stjarnan hafi klárað þetta í fyrri hálfleik. HK var arfaslakt á öllum stöðum á vellinum í kvöld og ljóst að þær þurfa að gera mun betur í næsta leik sem verður í Digranesi á laugardaginn. Stjarnan leyfði minni spámönnum að spila mikið í seinni hálfleik en hélt þó forystu sinni. Gamla kempan Hanna Guðrún Stefánsdóttir, leikmaður Stjörnunnar, átti virkilega góðan leik fyrir sitt lið og skoraði sjö mörk. Brynja Magnúsdóttir, leikmaður HK, var markahæst Kópavogsstúlkna með sex mörk.Hilmar: Höfðu ekki trú á þessu verkefni „Við vorum bara drullu lélegar hvar sem þú tekur niður, vörn og sókn. Við skorum bara fimmtán mörk og þær þrjátíu og tvö. Lélegasti leikurinn undir minni stjórn. Við virtumst ekki hafa trú á þessu verkefni, engan vilja til þess að sigra," sagði Hilmar Guðlaugsson, Þjálfari HK, mjög óánægður eftir leikinn. „Við vorum ekki að gera það sem við lögðum upp með sóknalega og þær náðu brjóta á okkur þannig við þurftum að byrja upp á nýtt. Við náðum engu floti á boltann og sóknaleikurinn var bara hægur og staður. Sóttum bara flatt á vörnina sem var engan veginn að ganga upp, því miður." „Við þyrfum að endurskoða allan leik liðsins hérna í dag fyrir næsta leik, það er á hreinu. Vörnin sem við lögðum upp með í kvöld gekk ekki heldur svo það er í mörg horn að líta," sagði Hilmar að lokum.Rakel Dögg: Viljum enga óþarfa spennu „Við vorum frá fyrstu mínútu gjörsamlega alveg með þetta, með allt á hreinu. Vörn, sókn og hraðarupphlaup voru til fyrirmyndar hérna í kvöld og við sýndum mikinn aga. Stemningin var til staðar loksins og þá spilum við svona vel eins og í kvöld," sagði Rakel Dögg Bragadóttir, leikmaður Stjörnunnar mjög kát eftir leik. „Við áttum skelfilega þrjá leiki við þær í vetur og þær voru að spila mjög vel en nú er önnur keppni. Úrslitakeppnin er hafin og það kom aldrei til greina að tapa fyrir þeim hérna í kvöld." „Þetta er það besta sem við höfum sýnt í langan tíma og þetta er virkilega jákvætt eins og þetta fór hérna í kvöld. Við stefnum á að klára þetta á laugardaginn og viljum enga óþarfa spennu í þetta en að sama skapi vitum við að það býr mun meira í HK-liðinu en það sýndi hérna í kvöld," sagði Rakel Dögg að lokum.
Olís-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Sjá meira