Teitur: Keflvíkingar lugu því að Jovan hefði slegið einhvern Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 12:45 Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar. Mynd/Vilhelm Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Teitur Örlygsson, þjálfari Stjörnunnar, verður án lykilmanns í oddaleiknum á móti Keflavík á morgun en Stjarnan og Keflavík mætast þá í Garðabæ í hreinum úrslitaleik um sæti í undanúrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. Teitur leggur samt áherslu á það að Stjörnumenn líti ekki á sig sem einhver fórnarlömb. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í öðrum leiknum eftir viðskipti sín við Keflvíkinginn Magnús Þór Gunnarsson og Jovan var í dag dæmdur í eins leiks bann af Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ. Jovan var búinn að skora 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjum einvígisins. „Jovan er búinn að spila frábærlega að undanförnu þannig að auðvitað eru þetta vonbrigði. Við gerðum okkur náttúrulega smá vonir um að þessu yrði vísað frá en því miður vorum við ekki með upptöku af þessu og því fór sem fór," sagði Teitur. „Við bjuggumst við þessu þótt að við séum algjörlega ósammála dómnum. Það góða við þetta er það að þó hann sé dæmdur þarna þá var hann jafnframt sýknaður af bullinu í viðtölunum eftir leikinn þar sem menn töluðu um að hann hefði slegið einhvern," sagði Teitur og bætti við: „Okkur fannst það leiðinlegt og það voru sumir fjölmiðlar sem átu það upp eftir þessum viðtölum í sjónvarpi og útvarpi um að Jovan hafi slegið einhvern mann. Það var lygi og það var gott að það skyldi koma í ljós. Jovan var sýknaður af því að hafa slegið einhvern eins og Keflvíkingurinn sagði í þessum viðtölum," sagði Teitur. „Nú er þetta bara "Water undir the bridge" eins og við segjum. Þetta er bara búið. Við þykjumst finna það að við séum einhver fórnarlömb í þessu máli en við viljum alls ekki horfa á það þannig. Þá er svo auðvelt að leggjast niður og grenja en það er bara ekki í stöðunni hjá okkur. Við búumst bara við gríðarlegum stuðningi á morgun og ætlum okkur bara áfram í keppninni," sagði Teitur. Leikur Stjörnunnar og Keflavíkur fer fram í Ásgarði í Garðabæ og hefst klukkan 19.15 á morgun skírdag. Leikurinn er hreinn úrslitaleikur um sæti í undanúrslitum og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38 Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44 Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01 Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30 Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30 Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22 Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Siggi Ingimundar: Var Kjartan inn á vellinum í gær? Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, var ekki ánægður með framkomu Sigurðar Ingimundarsonar, þjálfara Keflavíkur, í leik liðanna í gær. "Ég ætla að kasta kveðju á Sigurð Ingimundarson fyrir að segja að ég geti ekki neitt í körfubolta. Það er alltaf gaman þegar fyrrum landsliðsþjálfarar haga sér svona og eru að rífa kjaft við mann. Íþróttinni til sóma," sagði Kjartan Atli við karfan.is í gærkvöld. 25. mars 2013 14:38
Yfirlýsing frá Jovan: Það ósanngjarnasta á ferlinum Jovan Zdravevski, leikmaður körfuboltaliðs Stjörnunnar, hefur sent karfan.is yfirlýsingu vegna brottrekstrarvillunnar sem var dæmd á hann í gær í öðrum leik Stjörnunnar og Keflavíkur í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta. 25. mars 2013 13:44
Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Stjarnan 100-87 Keflavík knúði fram oddaleik í einvígi sínu gegn Stjörnunni í úrslitakeppni Domino's deildarinnar eftir sigur í öðrum leik liðanna í kvöld. Keflavík jafnaði metin í átakaleik í Sláturhúsinu í kvöld,100-87. 24. mars 2013 00:01
Stjörnumenn í oddaleik fimmta árið í röð Það hefur verið mikil spenna í einvígum Stjörnumanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni karla í körfubolta undanfarin ár og það breytist ekki í ár. Keflavík jafnaði einvígið á móti Stjörnunni í gærkvöldi og liðin mætast því oddaleik í Garðabænum á fimmtudagsvöldið. 25. mars 2013 09:30
Fúkyrðaflaumur í anda unglingspilta hjá Sigurði Kjartan Atli Kjartansson, leikmaður Stjörnunnar, segist vera hissa á þeim ummælum sem Sigurður Ingimundarson lét hafa eftir sér á Vísi fyrr í dag. "Siggi þarf að skoða liðið okkar betur ef hann veit ekki hver ég er. Það er bull að hann hafi ekki sagt neitt við mig. Hann hefur líka gert þáð áður," sagði Kjartan Atli en skoða má ummæli Sigurðar í fréttinni hér fyrir neðan. 25. mars 2013 15:30
Jovan fær eins leiks bann Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. 27. mars 2013 10:22