Umfjöllun og viðtöl: Fjölnir - ÍR 79-70 Kristinn Páll Teitsson í Grafarvogi skrifar 8. mars 2013 11:40 Fjölnismenn komust úr fallsæti með gríðarlega sterkum sigri á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir liðin en að lokum stigu Fjölnismenn upp og unnu að lokum sigur sem gæti tryggt veru þeirra í deildinni á endanum. Leikurinn skipti gríðarlegu máli fyrir bæði liðin sem vermdu 10. og 12. sæti deildarinnar. Fjölnismenn vissu að með tapi væru þeir gott sem fallnir, þeir þyrftu að sigra báða leiki sína auk þess að treysta á önnur lið. ÍR-ingar björguðu sér fyrir horn í síðustu umferð og vissu að með 3 stiga sigri gengu þeir langt við að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári. Gestirnir komu sterkir inn í leikinn og náðu snemma forskoti og voru 13-6 yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Fljótlega eftir það fékk Nemanja Sovic sína þriðju villu og við það tóku Fjölnismenn öll völd á vellinum. Rispa sem teygði sig inn í annan leikhluta þar sem þeir skoruðu 18 stig gegn aðeins tveimur gaf þeim þæginlegt forskot sem þeir juku smátt saman og tóku 12 stiga forskot inn í hálfleikinn, 44-32 fyrir heimamenn. Þriðji leikhluti var einfaldlega sama uppskrift, ÍR-ingar áttu í erfiðleikum sóknarlega þar sem flestir leikmennirnir voru ragir og skoruðu þeir aðeins 9 stig fyrstu 9 mínútur leikhlutans. Smátt og smátt juku heimamenn muninn og tóku þeir 15 stiga forskot inn í fjórða leikhluta. ÍR-ingar áttu rispur í fjórða leikhluta þar sem þeir ógnuðu forskoti Fjölnismanna og komust næst í 7 stiga mun nokkrum sinnum en alltaf svöruðu Fjölnismenn með fínum rispum. Það fór svo að leiknum lauk með 9 stiga sigri Fjölnismanna, 79-70 sem héldu forskotinu allt frá miðjum fyrsta leikhluta. Sóknarleikur ÍR-inga varð þeim að falli í kvöld, á löngum köflum virtust þeir hafa litla trú og voru þungir í öllum aðgerðum fyrir utan fyrstu fimm mínútur leiksins og seinasta leikhluta sem þeir unnu 25-19. Fjölnismenn geta verið gríðarlega ánægðir með sigurinn þar sem þetta tryggir þeim sigur í innbyrðisviðureignum gegn bæði KFÍ og ÍR sem eru að berjast um tíunda sætið. Christopher Smith átti stórleik í liði Fjölnis með 22 stig auk þess að taka 22 fráköst, í liði ÍR-inga var Eric James Palm atkvæðamestur með 21 stig/9 fráköst.Fjölnir - ÍR 79-70 (44-32)Fjölnir: Christopher Smith 22/22 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 15, Isacc Deshon Miles 12, Arnþór Freyr Guðmundson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Gunnar Ólafsson 3.ÍR: Eric James Palm 21, Sveinbjörn Claessen 17, D'Andre Jordan Williams 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Nemanja Sovic 5, Ellert Arnarson 5, Hjalti Friðriksson 4, Þorgrímur Emilsson 3. Hjalti: Tap hefði sent okkur niður„Þetta var virkilega flottur sigur og menn lögðu sig 110% fram í kvöld," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Ég var virkilega ánægður með strákana og þessi sigur breytir töluverðu, við erum komnir upp í tíunda sæti í bili. Christopher Smith var algjör snillingur í kvöld, það er gott að hafa svona mann," Með tapi í kvöld hefðu Fjölnismenn verið komnir langleiðina niður um deild. „Þá hefðum við verið niðri, við hefðum þurft að vinna báða og treysta á hagstæð úrslit sem var óraunhæft. Við ákváðum að gíra okkur inn í þennan leik eftir tíu tapleiki í röð sem var erfitt en við ætluðum ekki að hafa það ellefu." „Við gerðum mikið úr þessum leik og spennustigið var hátt fyrstu mínúturnar. ÍR-ingarnir byrjuðu betur en við unnum okkur inn í leikinn sem var ánægjulegt." Fjölnismenn voru með forskotið allt frá miðjum fyrsta leikhluta og var forskoti þeirra ekki ógnað fyrr en á lokamínútunum. „Við hættum að spila okkar bolta í smá, við vorum staðir og stóðum bara með boltann í stað þess að hlaupa með hann." Tveir leikir eru eftir í deildarkeppninni og Hjalti var viss um að þeir þyrftu einn sigur í viðbót. „Já, alveg pottþétt. Þetta er ennþá galopið, KFÍ á þrjá leiki eftir og svo er aldrei að vita hvað gerist í næstu umferð," sagði Hjalti. Herbert: Komnir með bakið upp við vegg„Við erum komnir í sama pakka og áður og það eru vonbrigði, það verður ekki annað sagt. Við hefðum getað gert auðvelt fyrir okkur með sigri í kvöld en þetta er erfiður staður til að koma á," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR-inga eftir leikinn. „Maður hélt að það yrði stress í mönnum fyrstu mínúturnar fyrir leikinn en við byrjuðum vel og vorum að finna færin sem við hittum úr. Svo gerist eitthvað, hvað það er veit ég ekki en við þurfum að skoða það," Eftir góða byrjun stöðvaðist einfaldlega sóknarleikur ÍR-inga sem var staður lengst af í leiknum. „Menn voru að taka skotin sín, menn voru að fá skot en þau voru ekki að detta. Ef þú færð færi, tekur gott skot en hittir ekki þá ferðu að spyrja þig, í staðinn fyrir að negla bara næsta eins og maður ætti að gera og fyrir vikið varð sóknarleikurinn hægur." „Eric fékk oft góð færi sem voru ekki að detta ofaní hjá honum. Mér fannst hann fá góð færi en það er ekki hægt að ætlast til að allt detti ofaní hjá honum þótt maður trúi því. Það háir okkur svolítið að ef hann dettur út úr okkar stigaskorun þá verðum við svolítið ragir." „Við spiluðum góða vörn í seinni hálfleik eftir að hafa fengið 44 stig á okkur í fyrri sem mér fannst of mikið. Það var hinsvegar ótrúlegt hvað datt ofaní hjá þeimí hvert sinn sem við byrjuðum að saxa á forskotið." Það eru tveir leikir eftir hjá ÍR-ingum, stórleikur í næstu umferð gegn Tindastól í Hertz hellinum og svo enda þeir mótið í Keflavík. „Næsti leikur er mjög stór leikur eins og síðustu tveir hafa verið. Staðan er sú að það eru þrjú lið jöfn og KFÍ á leik inni sem getur breytt mynstrinu. Leikurinn við Tindastól verður risastór fyrir okkur, við erum komnir með bakið upp við vegg og það verður gaman að sjá hvað við gerum í þeim leik," sagði Herbert.Leik lokið: Gríðarlega stór sigur hjá Fjölnismönnum sem lyfta sér upp fyrir ÍR og KFÍ með sigrinum. Fjórði leikhluti: Eric James Palm gefur ÍR-ingum lífsvon, þristur sem minnkar muninn niður í 7 stig þegar 1:20 er eftir á klukkunni. Fjölnir 77 - 70 ÍR. Fjórði leikhluti: Arnþór að klára leikinn líklegast fyrir Fjölnismenn, stór þristur sem lendir og kemur muninum aftur í 12 stig þegar tvær og hálf mínúta er eftir. Fjórði leikhluti: ÍR-ingar komnir í bónusinn þegar rúmlega fjórar mínútur eru eftir. Það gengur hinsvegar lítið eftir að stöðva sóknarleik Fjölnismanna. Fjölnir 70 - 58 ÍR. Fjórði leikhluti: Er líf í ÍR-ingum? Sveinbjörn Claessen með körfu og fær víti í þokkabót sem minnkar muninn niður í 12 stig auk þess sem hann á vítaskot inni. Fjölnir 66 - 53 ÍR. Fjórði leikhluti: Svekkjandi fyrir ÍR-inga, flott vörn sem virtist ætla að láta klukkuna renna út. Hinsvegar féll erfiður tvistur hjá Fjölnismönnum sem gætu gert út um leikinn fljótlega. Fjölnir 64 - 45 ÍR. Þriðja leikhluta lokið - Fjölnir 60 - 45 ÍR: Tvær körfur á seinustu mínútunni laga aðeins stöðuna fyrir ÍR-inga. Þeir skoruðu aðeins 9 stig fyrstu 9 mínúturnar í leikhlutanum og er augljóst hvar vandinn liggur grafinn. Þriðji leikhluti: Loksins hittir einhver úr þriggja stiga skotleiknum sem eru í leikhléum, eftir margar tilraunir heimamanna dettur skotið í fyrstu tilraun stuðningsmanna ÍR sem fagna gríðarlega. Kannski merki um að loksins fari hlutirnir að detta í sóknarleiknum? Það fer allaveganna kassi af hreysti í Breiðholtið í kvöld. Þriðji leikhluti: Sveinbjörn setti niður þrist sem virtist kveikja í ÍR-ingum, Fjölnismenn eru hinsvegar fljótir að drepa það og koma forskotinu upp í 16 stig, stærsta forskot kvöldsins. ÍR-ingar þurfa einfaldlega að vakna í sóknarleiknum. Fjölnir 53 - 37 ÍR. Þriðji leikhluti: Annar leikurinn í röð sem ÍR-ingar eru með 32 stig í hálfleik, í síðasta leik björguðu þeir sér fyrir horn í fjórða leikhluta. Ná þeir að endurtaka leikinn í kvöld? Fjölnir 48 - 34 ÍR. Hálfleikur - Fjölnir 44 - 32 ÍR: Fjölnismenn hafa ennþá myndarlegt forskot í hálfleik eftir sprettinn í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti: Þegar annar leikhluti er rúmlega hálfnaður er það sama upp á teningunum. Herbert tekur aftur leikhlé, ÍR-ingar eru ekki að ná almennilegri vörn og gengur illa að feta sig í sóknarleiknum fyrir utan Eric James Palm. Fjölnir 38 - 27 ÍR. Annar leikhluti: Gestirnir eru vaknaðir í sóknarleiknum en vörnin virðist ekki vera vöknuð. Fjölnir 31 - 22 ÍR. Fyrsta leikhluta lokið - Fjölnir 24 - 15 ÍR: Eftir að hafa leitt með sjö stigum þegar leikhlutinn var hálfnaður hrundi leikur gestanna og hafa Fjölnismenn nýtt sér það.Fyrsti leikhluti: Herbert Arnarson, þjálfari ÍR tók leikhlé og loksins ná ÍR-ingar að skora. Í vörninni er hinsvegar fátt um fína drætti og hafa Fjölnismenn unnið síðustu mínútur 18-2. Fjölnir 24 - 15 Fyrsti leikhluti: Góður 11-0 kafli hjá Fjölnismönnum og ekki bætir úr skák fyrir gestina að Nemanja Sovic er strax kominn með þrjár villur þegar tæplega sjö mínútur eru búnar af fyrsta leikhluta. Fjölnir 17 - 13 ÍR. Fyrsti leikhluti: Þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður eru ÍR-ingar yfir. Tvær körfur í röð hjá Fjölnismönnum virtist ætla að kveikja i þeim en ÍR-ingar gáfu aftur í. Fjölnir 6 - 13 ÍR. Fyrsti leikhluti: ÍR-ingar byrja leikinn betur, tveir þristar og tveir stolnir boltar á tveimur mínútum. Fjölnir 0 - 6 ÍR. Fyrsti leikhluti: Gestirnir vinna uppkastið og leikurinn er hafinn! Fyrir leik: D'Andre Jordan Williams er ennþá tæpur í liði ÍR-inga, hann virðist hinsvegar ætla að bíta á jaxlinn annan leikinn í röð en hann átti fína spretti í síðasta leik. Fyrir leik: Tapi ÍR-ingar í kvöld þurfa þeir að ná stigum úr öðrum hvorum leiknum sem þeir eiga eftir til að tryggja sæti sitt í deildinni. Það verður háspenna allt fram á lokasekúndurnar í fallbaráttunni í Dominos deild karla. Fyrir leik: Tapi Fjölnismenn í kvöld með þremur stigum eða meira þurfa þeir að vinna báða leiki sína gegn Grindavík og Stjörnunni ásamt því að treysta á að Tindastóll tapi báðum leikjum sínum gegn ÍR og Grindavík. Fyrir leik: Það mátti litlu muna að ÍR-ingar væru nánast fallnir um deild, í síðasta leik björguðu þeir sér fyrir horn á lokasekúndunum gegn KFÍ og færðu sig upp um tvö sæti með þeim sigri. Fyrir leik: Með sigri ná Fjölnismenn að lyfta sér alla leið upp í 10. sæti, með sigri í kvöld fara þeir upp í 10 stig og eru með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn bæði ÍR og KFÍ. Að sama skapi mega þeir einfaldlega ekki tapa í kvöld, vinni ÍR-ingar með 3 stigum eða meira ganga þeir afar langt með að fella Fjölnismenn.Fyrir leik: Þetta er fallbaráttuslagur með stóru eff-i, liðin sitja í 10. og 12. sæti í Dominos deildinni fyrir leik kvöldsins. Fyrir leik: Góða kvöldið, hér verður leik Fjölnis og ÍR lýst í Dominos deild karla. Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira
Fjölnismenn komust úr fallsæti með gríðarlega sterkum sigri á ÍR í Dominos-deild karla í kvöld. Leikurinn var upp á líf og dauða fyrir liðin en að lokum stigu Fjölnismenn upp og unnu að lokum sigur sem gæti tryggt veru þeirra í deildinni á endanum. Leikurinn skipti gríðarlegu máli fyrir bæði liðin sem vermdu 10. og 12. sæti deildarinnar. Fjölnismenn vissu að með tapi væru þeir gott sem fallnir, þeir þyrftu að sigra báða leiki sína auk þess að treysta á önnur lið. ÍR-ingar björguðu sér fyrir horn í síðustu umferð og vissu að með 3 stiga sigri gengu þeir langt við að tryggja sæti sitt í deildinni á næsta ári. Gestirnir komu sterkir inn í leikinn og náðu snemma forskoti og voru 13-6 yfir þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Fljótlega eftir það fékk Nemanja Sovic sína þriðju villu og við það tóku Fjölnismenn öll völd á vellinum. Rispa sem teygði sig inn í annan leikhluta þar sem þeir skoruðu 18 stig gegn aðeins tveimur gaf þeim þæginlegt forskot sem þeir juku smátt saman og tóku 12 stiga forskot inn í hálfleikinn, 44-32 fyrir heimamenn. Þriðji leikhluti var einfaldlega sama uppskrift, ÍR-ingar áttu í erfiðleikum sóknarlega þar sem flestir leikmennirnir voru ragir og skoruðu þeir aðeins 9 stig fyrstu 9 mínútur leikhlutans. Smátt og smátt juku heimamenn muninn og tóku þeir 15 stiga forskot inn í fjórða leikhluta. ÍR-ingar áttu rispur í fjórða leikhluta þar sem þeir ógnuðu forskoti Fjölnismanna og komust næst í 7 stiga mun nokkrum sinnum en alltaf svöruðu Fjölnismenn með fínum rispum. Það fór svo að leiknum lauk með 9 stiga sigri Fjölnismanna, 79-70 sem héldu forskotinu allt frá miðjum fyrsta leikhluta. Sóknarleikur ÍR-inga varð þeim að falli í kvöld, á löngum köflum virtust þeir hafa litla trú og voru þungir í öllum aðgerðum fyrir utan fyrstu fimm mínútur leiksins og seinasta leikhluta sem þeir unnu 25-19. Fjölnismenn geta verið gríðarlega ánægðir með sigurinn þar sem þetta tryggir þeim sigur í innbyrðisviðureignum gegn bæði KFÍ og ÍR sem eru að berjast um tíunda sætið. Christopher Smith átti stórleik í liði Fjölnis með 22 stig auk þess að taka 22 fráköst, í liði ÍR-inga var Eric James Palm atkvæðamestur með 21 stig/9 fráköst.Fjölnir - ÍR 79-70 (44-32)Fjölnir: Christopher Smith 22/22 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 15, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 15, Isacc Deshon Miles 12, Arnþór Freyr Guðmundson 8, Björgvin Hafþór Ríkharðsson 4, Gunnar Ólafsson 3.ÍR: Eric James Palm 21, Sveinbjörn Claessen 17, D'Andre Jordan Williams 9, Vilhjálmur Theodór Jónsson, Vilhjálmur Theodór Jónsson 6, Nemanja Sovic 5, Ellert Arnarson 5, Hjalti Friðriksson 4, Þorgrímur Emilsson 3. Hjalti: Tap hefði sent okkur niður„Þetta var virkilega flottur sigur og menn lögðu sig 110% fram í kvöld," sagði Hjalti Þór Vilhjálmsson, þjálfari Fjölnis eftir leikinn. „Ég var virkilega ánægður með strákana og þessi sigur breytir töluverðu, við erum komnir upp í tíunda sæti í bili. Christopher Smith var algjör snillingur í kvöld, það er gott að hafa svona mann," Með tapi í kvöld hefðu Fjölnismenn verið komnir langleiðina niður um deild. „Þá hefðum við verið niðri, við hefðum þurft að vinna báða og treysta á hagstæð úrslit sem var óraunhæft. Við ákváðum að gíra okkur inn í þennan leik eftir tíu tapleiki í röð sem var erfitt en við ætluðum ekki að hafa það ellefu." „Við gerðum mikið úr þessum leik og spennustigið var hátt fyrstu mínúturnar. ÍR-ingarnir byrjuðu betur en við unnum okkur inn í leikinn sem var ánægjulegt." Fjölnismenn voru með forskotið allt frá miðjum fyrsta leikhluta og var forskoti þeirra ekki ógnað fyrr en á lokamínútunum. „Við hættum að spila okkar bolta í smá, við vorum staðir og stóðum bara með boltann í stað þess að hlaupa með hann." Tveir leikir eru eftir í deildarkeppninni og Hjalti var viss um að þeir þyrftu einn sigur í viðbót. „Já, alveg pottþétt. Þetta er ennþá galopið, KFÍ á þrjá leiki eftir og svo er aldrei að vita hvað gerist í næstu umferð," sagði Hjalti. Herbert: Komnir með bakið upp við vegg„Við erum komnir í sama pakka og áður og það eru vonbrigði, það verður ekki annað sagt. Við hefðum getað gert auðvelt fyrir okkur með sigri í kvöld en þetta er erfiður staður til að koma á," sagði Herbert Arnarson, þjálfari ÍR-inga eftir leikinn. „Maður hélt að það yrði stress í mönnum fyrstu mínúturnar fyrir leikinn en við byrjuðum vel og vorum að finna færin sem við hittum úr. Svo gerist eitthvað, hvað það er veit ég ekki en við þurfum að skoða það," Eftir góða byrjun stöðvaðist einfaldlega sóknarleikur ÍR-inga sem var staður lengst af í leiknum. „Menn voru að taka skotin sín, menn voru að fá skot en þau voru ekki að detta. Ef þú færð færi, tekur gott skot en hittir ekki þá ferðu að spyrja þig, í staðinn fyrir að negla bara næsta eins og maður ætti að gera og fyrir vikið varð sóknarleikurinn hægur." „Eric fékk oft góð færi sem voru ekki að detta ofaní hjá honum. Mér fannst hann fá góð færi en það er ekki hægt að ætlast til að allt detti ofaní hjá honum þótt maður trúi því. Það háir okkur svolítið að ef hann dettur út úr okkar stigaskorun þá verðum við svolítið ragir." „Við spiluðum góða vörn í seinni hálfleik eftir að hafa fengið 44 stig á okkur í fyrri sem mér fannst of mikið. Það var hinsvegar ótrúlegt hvað datt ofaní hjá þeimí hvert sinn sem við byrjuðum að saxa á forskotið." Það eru tveir leikir eftir hjá ÍR-ingum, stórleikur í næstu umferð gegn Tindastól í Hertz hellinum og svo enda þeir mótið í Keflavík. „Næsti leikur er mjög stór leikur eins og síðustu tveir hafa verið. Staðan er sú að það eru þrjú lið jöfn og KFÍ á leik inni sem getur breytt mynstrinu. Leikurinn við Tindastól verður risastór fyrir okkur, við erum komnir með bakið upp við vegg og það verður gaman að sjá hvað við gerum í þeim leik," sagði Herbert.Leik lokið: Gríðarlega stór sigur hjá Fjölnismönnum sem lyfta sér upp fyrir ÍR og KFÍ með sigrinum. Fjórði leikhluti: Eric James Palm gefur ÍR-ingum lífsvon, þristur sem minnkar muninn niður í 7 stig þegar 1:20 er eftir á klukkunni. Fjölnir 77 - 70 ÍR. Fjórði leikhluti: Arnþór að klára leikinn líklegast fyrir Fjölnismenn, stór þristur sem lendir og kemur muninum aftur í 12 stig þegar tvær og hálf mínúta er eftir. Fjórði leikhluti: ÍR-ingar komnir í bónusinn þegar rúmlega fjórar mínútur eru eftir. Það gengur hinsvegar lítið eftir að stöðva sóknarleik Fjölnismanna. Fjölnir 70 - 58 ÍR. Fjórði leikhluti: Er líf í ÍR-ingum? Sveinbjörn Claessen með körfu og fær víti í þokkabót sem minnkar muninn niður í 12 stig auk þess sem hann á vítaskot inni. Fjölnir 66 - 53 ÍR. Fjórði leikhluti: Svekkjandi fyrir ÍR-inga, flott vörn sem virtist ætla að láta klukkuna renna út. Hinsvegar féll erfiður tvistur hjá Fjölnismönnum sem gætu gert út um leikinn fljótlega. Fjölnir 64 - 45 ÍR. Þriðja leikhluta lokið - Fjölnir 60 - 45 ÍR: Tvær körfur á seinustu mínútunni laga aðeins stöðuna fyrir ÍR-inga. Þeir skoruðu aðeins 9 stig fyrstu 9 mínúturnar í leikhlutanum og er augljóst hvar vandinn liggur grafinn. Þriðji leikhluti: Loksins hittir einhver úr þriggja stiga skotleiknum sem eru í leikhléum, eftir margar tilraunir heimamanna dettur skotið í fyrstu tilraun stuðningsmanna ÍR sem fagna gríðarlega. Kannski merki um að loksins fari hlutirnir að detta í sóknarleiknum? Það fer allaveganna kassi af hreysti í Breiðholtið í kvöld. Þriðji leikhluti: Sveinbjörn setti niður þrist sem virtist kveikja í ÍR-ingum, Fjölnismenn eru hinsvegar fljótir að drepa það og koma forskotinu upp í 16 stig, stærsta forskot kvöldsins. ÍR-ingar þurfa einfaldlega að vakna í sóknarleiknum. Fjölnir 53 - 37 ÍR. Þriðji leikhluti: Annar leikurinn í röð sem ÍR-ingar eru með 32 stig í hálfleik, í síðasta leik björguðu þeir sér fyrir horn í fjórða leikhluta. Ná þeir að endurtaka leikinn í kvöld? Fjölnir 48 - 34 ÍR. Hálfleikur - Fjölnir 44 - 32 ÍR: Fjölnismenn hafa ennþá myndarlegt forskot í hálfleik eftir sprettinn í fyrsta leikhluta. Annar leikhluti: Þegar annar leikhluti er rúmlega hálfnaður er það sama upp á teningunum. Herbert tekur aftur leikhlé, ÍR-ingar eru ekki að ná almennilegri vörn og gengur illa að feta sig í sóknarleiknum fyrir utan Eric James Palm. Fjölnir 38 - 27 ÍR. Annar leikhluti: Gestirnir eru vaknaðir í sóknarleiknum en vörnin virðist ekki vera vöknuð. Fjölnir 31 - 22 ÍR. Fyrsta leikhluta lokið - Fjölnir 24 - 15 ÍR: Eftir að hafa leitt með sjö stigum þegar leikhlutinn var hálfnaður hrundi leikur gestanna og hafa Fjölnismenn nýtt sér það.Fyrsti leikhluti: Herbert Arnarson, þjálfari ÍR tók leikhlé og loksins ná ÍR-ingar að skora. Í vörninni er hinsvegar fátt um fína drætti og hafa Fjölnismenn unnið síðustu mínútur 18-2. Fjölnir 24 - 15 Fyrsti leikhluti: Góður 11-0 kafli hjá Fjölnismönnum og ekki bætir úr skák fyrir gestina að Nemanja Sovic er strax kominn með þrjár villur þegar tæplega sjö mínútur eru búnar af fyrsta leikhluta. Fjölnir 17 - 13 ÍR. Fyrsti leikhluti: Þegar fyrsti leikhluti er hálfnaður eru ÍR-ingar yfir. Tvær körfur í röð hjá Fjölnismönnum virtist ætla að kveikja i þeim en ÍR-ingar gáfu aftur í. Fjölnir 6 - 13 ÍR. Fyrsti leikhluti: ÍR-ingar byrja leikinn betur, tveir þristar og tveir stolnir boltar á tveimur mínútum. Fjölnir 0 - 6 ÍR. Fyrsti leikhluti: Gestirnir vinna uppkastið og leikurinn er hafinn! Fyrir leik: D'Andre Jordan Williams er ennþá tæpur í liði ÍR-inga, hann virðist hinsvegar ætla að bíta á jaxlinn annan leikinn í röð en hann átti fína spretti í síðasta leik. Fyrir leik: Tapi ÍR-ingar í kvöld þurfa þeir að ná stigum úr öðrum hvorum leiknum sem þeir eiga eftir til að tryggja sæti sitt í deildinni. Það verður háspenna allt fram á lokasekúndurnar í fallbaráttunni í Dominos deild karla. Fyrir leik: Tapi Fjölnismenn í kvöld með þremur stigum eða meira þurfa þeir að vinna báða leiki sína gegn Grindavík og Stjörnunni ásamt því að treysta á að Tindastóll tapi báðum leikjum sínum gegn ÍR og Grindavík. Fyrir leik: Það mátti litlu muna að ÍR-ingar væru nánast fallnir um deild, í síðasta leik björguðu þeir sér fyrir horn á lokasekúndunum gegn KFÍ og færðu sig upp um tvö sæti með þeim sigri. Fyrir leik: Með sigri ná Fjölnismenn að lyfta sér alla leið upp í 10. sæti, með sigri í kvöld fara þeir upp í 10 stig og eru með betri árangur í innbyrðisviðureignum gegn bæði ÍR og KFÍ. Að sama skapi mega þeir einfaldlega ekki tapa í kvöld, vinni ÍR-ingar með 3 stigum eða meira ganga þeir afar langt með að fella Fjölnismenn.Fyrir leik: Þetta er fallbaráttuslagur með stóru eff-i, liðin sitja í 10. og 12. sæti í Dominos deildinni fyrir leik kvöldsins. Fyrir leik: Góða kvöldið, hér verður leik Fjölnis og ÍR lýst í Dominos deild karla.
Dominos-deild karla Mest lesið Allsber kona truflaði úrslitaleikinn Sport Þegar Walesverjar reyndu að gera lítið úr Íslendingum með apagrímum Fótbolti Bellamy heldur ekki vatni yfir Orra: „Verður heimsþekktur“ Fótbolti Ronaldo segir að næsti gestur hans muni setja Internetið á hliðina Fótbolti Ísland neyðist í fyrsta sinn til að spila heimaleik erlendis Fótbolti Þjálfari Noregs rakar inn milljónum Fótbolti Landsliðskonurnar eiga von á barni saman Enski boltinn Týndu báðir vegabréfinu sínu og missa af landsleikjum Fótbolti Daðrað við elítuna eða hætta á falli? Fótbolti Hringir og hringir en fær alltaf nei Fótbolti Fleiri fréttir Borce Ilievski snýr aftur í Breiðholtið og tekur við ÍR Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið „Gaman að vera ekki aumingi“ Uppgjörið: Aþena - Valur 70-64 | Leikmenn Aþenu nýttu glósubók Brynjars Karls vel „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Tryggvi öflugur í tapi Bilbao „Leikmennirnir fyllast smá skömm“ Skoraði 109 stig á tveimur dögum Uppgjörið: Grindavík - Tindastóll 57-68 | Stólarnir sóttu sigur í Smárann Suðurnesjaliðin með góða sigra Frábær endurkomusigur hjá toppliðinu Uppgjörið: Stjarnan - Njarðvík 77-89 | Njarðvík hafði betur í Umhyggjuhöllinni LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti Sjá meira