Sá eini í stúkunni sem fagnaði sigri Udinese Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. desember 2012 22:00 Brovedani geispaði þegar ljósmyndari Getty tók mynd af honum. Nordicphotos/Getty Ítalinn Arrigo Brovedani var eini stuðningsmaður Udinese sem varð vitni að 2-0 útisigri liðsins á Sampdoria í Genúva í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar í gærkvöldi. „Ég var í Genúva á vinnufundi en ég fer venjulega í ferð um svæðið á þessum tíma ársins. Það var algjör tilviljun að Udinese skildi vera að spila hér á sama tíma," segir Brovedani sem hefur verið mikið til umfjöllunar hjá ítölskum íþróttamiðlum í dag. Að sögn Brovedani var erfitt fyrir hann sem stuðningsmann útiliðsins að útvega sér miða á leikinn. Hann hafi haft samband við Sampdoria sem hafi gert honum auðveldara um vik. Þegar hann mætti á völlinn hafi honum verið boðið að sitja í aðalstúkunni í stað gestastúkunnar sem var auð. „Ég var harður á því að ég vildi sitja í gestastúkunni enda hafði ég keypt miða í hana," segir Brovedani í samtli við vefmiðilinn Football-italia.net. Brovedani var að sjálfsögðu með fána Udinese með sér. „Ég var með fánann enda er hann alltaf í bílnum mínum. Stuðningsmenn Sampdoria fögnuðu mér þegar við skoruðum og voru virkilega almennilegir. Öryggisverðirnir buðu mér kaffi og stjórnarmenn Sampdoria gáfu mér treyju liðsins," sagði Brovedani sem virðist ekki hafa leiðst þó myndin hér að ofan gefi tilefni til þess að ímynda sér hið gagnstæða. Um sex tíma akstur er frá Udinese til Genúa og vegalengdin virðist hafa setið í öðrum stuðningsmönnum Udinese. Sú staðreynd að leikurinn fór fram á mánudagskvöldi en ekki um helgina hefur vafalítið haft sitt að segja. Ítalski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira
Ítalinn Arrigo Brovedani var eini stuðningsmaður Udinese sem varð vitni að 2-0 útisigri liðsins á Sampdoria í Genúva í efstu deild ítölsku knattspyrnunnar í gærkvöldi. „Ég var í Genúva á vinnufundi en ég fer venjulega í ferð um svæðið á þessum tíma ársins. Það var algjör tilviljun að Udinese skildi vera að spila hér á sama tíma," segir Brovedani sem hefur verið mikið til umfjöllunar hjá ítölskum íþróttamiðlum í dag. Að sögn Brovedani var erfitt fyrir hann sem stuðningsmann útiliðsins að útvega sér miða á leikinn. Hann hafi haft samband við Sampdoria sem hafi gert honum auðveldara um vik. Þegar hann mætti á völlinn hafi honum verið boðið að sitja í aðalstúkunni í stað gestastúkunnar sem var auð. „Ég var harður á því að ég vildi sitja í gestastúkunni enda hafði ég keypt miða í hana," segir Brovedani í samtli við vefmiðilinn Football-italia.net. Brovedani var að sjálfsögðu með fána Udinese með sér. „Ég var með fánann enda er hann alltaf í bílnum mínum. Stuðningsmenn Sampdoria fögnuðu mér þegar við skoruðum og voru virkilega almennilegir. Öryggisverðirnir buðu mér kaffi og stjórnarmenn Sampdoria gáfu mér treyju liðsins," sagði Brovedani sem virðist ekki hafa leiðst þó myndin hér að ofan gefi tilefni til þess að ímynda sér hið gagnstæða. Um sex tíma akstur er frá Udinese til Genúa og vegalengdin virðist hafa setið í öðrum stuðningsmönnum Udinese. Sú staðreynd að leikurinn fór fram á mánudagskvöldi en ekki um helgina hefur vafalítið haft sitt að segja.
Ítalski boltinn Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Sir Mo Farah elti uppi þjófa sem stálu símanum hans Sport Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Meiddi sig eftir misheppnað siuu fagn Birkir Valur yfirgefur HK Aðstoðarþjálfari Ungverjalands hné niður „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Sjá meira