HRT gjaldþrota og keppir ekki 2013 Birgir Þór Harðarson skrifar 2. desember 2012 17:30 HRT-liðið á ekki fyrir keppnisgjöldum næsta árs og lokar því verksmiðjum sínum. nordicphotos/afp HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári. Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
HRT-liðið mun ekki keppa í Formúlu 1 á næsta ári þar sem liðið er nánast gjaldþrota. Eigandi liðsins hefur verið að leita að kaupanda en enginn gerði tilboð í þetta spænska keppnislið. Liðið getur ekki tekið þátt í Formúlu 1 á næsta ári því það gat ekki borgað skráningarfé á föstudaginn. FIA innheimti hærra skráningargjald í ár en það hefur áður gert. Gjaldið sem HRT þurfti að borga hækkaði þó ekki því liðið endaði neðst í stigabaráttunni í ár. Thesan Capital á HRT-liðið en það hefur verið til sölu síðan í byrjun nóvember. Samkvæmt heimildum breska kappaksturstímaritsins Autosport, hafði kínverskur bílaframleiðandi áhuga á að bjarga liðinu. Þá er haft eftir heimildarmönnum að liðið muni loka verksmiðjum sínum og borga kröfuhöfum áður en það verður lagt niður. Forsvarsmenn liðsins hafa annars ekki viljað tjá sig við fjölmiðla. Saga liðsins er stutt og full af peningavandræðum. Í sumar virtust hjólin vera farin að snúast á tímabili, þegar liðið nálgaðist Marussia neðst á töflunni. Þær vonir urðu að engu þegar peningavandræðin urðu enn meiri á seinni helmingi tímabilsins. Það aka því aðeins 11 lið og 22 bílar í Formúlu 1 á næsta ári. Martin Brundle, fyrrum keppnisökuþór í Formúlu 1 og álitsgjafi Sky Sports um Formúlu 1, bendir á að þetta gæti verið merki um að kostnaður í Formúlu 1 sé of ógnvekjandi fyrir litlu liðin. Með nýjum vélum árið 2014 segir hann að líklegra sé að keppnislið fái leyfi til að endurnýta bíla milli ára, án þess að þurfa að uppfylla sömu skilyrði og nýju bílarnir. Bernie Ecclestone sagðist í sumar vera opinn fyrir þeirri hugmynd en á víst bágt með að sjá hana í framkvæmd. Hún sé hins vegar góð því það lækki kostnað keppnisliðanna og geri þeim lífið bærilegra. Auk þess gæti keppnin orðið harðari í neðri hluta töflunnar.Pedro de la Rosa þarf að finna sér nýja vinnu því hann keppir ekki í Forrmúlu 1 á næsta ári.
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira