Vettel og Webber ræsa fremstir í Indlandi Birgir Þór Harðarson skrifar 27. október 2012 09:49 Hamilton, Vettel og Webber ræsa fremstir í kappakstrinum á morgun. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn Sebastian Vettel ræsir indverska kappaksturinn af ráspól í Red Bull-bílnum sínum, við hliðina á liðsfélaga sínum Mark Webber. McLaren bílarnir voru mun nær Red Bull en væntingar stóðu til. Vettel hefur verið fljótastur í öllum æfingum fyrir kappaksturinn og var fyrirfram talinn geta landað ráspól hér. Þetta er þriðji kappaksturinn í röð sem Red Bull-bílarnir ræsa í fyrsta og öðru sæti á ráslínunni. Lewis Hamilton mun ræsa þriðji. Hann leit ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega ánægður með þá rástöðu þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku ásamt Vettel og Webber. Hamilton þurfti að berjast við bílinn alla tímatökuna. Liðsfélagi hans, Jenson Button, var í svipuðum vandræðum en ræsir fjórði. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, sagði fyrir tímatökuna að þeir ættu í erfiðleikum með að ná nægum hita í dekkin til þess að hámarka virkni þeirra. Það er að öllum líkindum ástæðan fyrir erfiðleikum ökumannanna. Fernando Alonso ræsir kappaksturinn í fimmta sæti. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, ræsir sjötti. Alonso átti aldrei möguleika á ráspól, jafnvel þó þeir Massa hafi hjálpað hvor öðrum með hraða niður langa beina kaflan. Kimi Raikkönen var heppinn að komast í gegnum síðasta niðurskurðinn og inn í þriðju og síðustu lotu tímatökunnar. Raikkönen hefur aldrei keppt í Indlandi áður og virtist enn vera að kynna sér brautina. Sergio Perez á Sauber og Pastor Maldonado á Williams ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Maldonado og liðsfélagi hans Bruno Senna voru mjög fljótir í fyrstu lotu tímatökunnar. Maldonado lauk fyrstu lotunni fljótastur. Force India-liðið er að öllum líkindum ekki ánægt með árangur sinn á heimavelli. Paul di Resta sagði við Sky Sports eftir aðra lotu tímatökunnar að bílinn væri erfiður við að eiga. Di Resta ræsir sextándi og liðsfélagi hans Nico Hulkenberg tólfti.1Sebastian VettelRed Bull/Renault1'25.283-2Mark WebberRed Bull/Renault1'25.3270.0443Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'25.5440.2614Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'25.6590.3765Fernando AlonsoFerrari1'25.7730.496Felipe MassaFerrari1'25.8570.5747Kimi RäikkönenLotus/Renault1'26.2360.9538Sergio PérezSauber/Ferrari1'26.3601.0779Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'26.7131.4310Nico RosbergMercedes--11Romain GrosjeanLotus/Renault1'26.1360.85312Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'26.2410.95813Bruno SennaWilliams/Renault1'26.3311.04814M.SchumacherMercedes1'26.5741.29115Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'26.7771.49416Paul Di RestaForce India/Mercedes1'26.9891.70617Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'27.2191.93618Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'27.5252.24219Vitaly PetrovCaterham/Renault1'28.7563.47320H.KovalainenCaterham/Renault1'29.5004.21721Timo GlockMarussia/Cosworth1'29.6134.3322Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'30.5925.30923N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'30.5935.3124Charles PicMarussia/Cosworth1'30.6625.379 Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn Sebastian Vettel ræsir indverska kappaksturinn af ráspól í Red Bull-bílnum sínum, við hliðina á liðsfélaga sínum Mark Webber. McLaren bílarnir voru mun nær Red Bull en væntingar stóðu til. Vettel hefur verið fljótastur í öllum æfingum fyrir kappaksturinn og var fyrirfram talinn geta landað ráspól hér. Þetta er þriðji kappaksturinn í röð sem Red Bull-bílarnir ræsa í fyrsta og öðru sæti á ráslínunni. Lewis Hamilton mun ræsa þriðji. Hann leit ekki út fyrir að vera neitt sérstaklega ánægður með þá rástöðu þegar hann stillti sér upp fyrir myndatöku ásamt Vettel og Webber. Hamilton þurfti að berjast við bílinn alla tímatökuna. Liðsfélagi hans, Jenson Button, var í svipuðum vandræðum en ræsir fjórði. Martin Whitmarsh, liðstjóri McLaren-liðsins, sagði fyrir tímatökuna að þeir ættu í erfiðleikum með að ná nægum hita í dekkin til þess að hámarka virkni þeirra. Það er að öllum líkindum ástæðan fyrir erfiðleikum ökumannanna. Fernando Alonso ræsir kappaksturinn í fimmta sæti. Liðsfélagi hans hjá Ferrari, Felipe Massa, ræsir sjötti. Alonso átti aldrei möguleika á ráspól, jafnvel þó þeir Massa hafi hjálpað hvor öðrum með hraða niður langa beina kaflan. Kimi Raikkönen var heppinn að komast í gegnum síðasta niðurskurðinn og inn í þriðju og síðustu lotu tímatökunnar. Raikkönen hefur aldrei keppt í Indlandi áður og virtist enn vera að kynna sér brautina. Sergio Perez á Sauber og Pastor Maldonado á Williams ræsa í áttunda og níunda sæti á undan Nico Rosberg á Mercedes. Maldonado og liðsfélagi hans Bruno Senna voru mjög fljótir í fyrstu lotu tímatökunnar. Maldonado lauk fyrstu lotunni fljótastur. Force India-liðið er að öllum líkindum ekki ánægt með árangur sinn á heimavelli. Paul di Resta sagði við Sky Sports eftir aðra lotu tímatökunnar að bílinn væri erfiður við að eiga. Di Resta ræsir sextándi og liðsfélagi hans Nico Hulkenberg tólfti.1Sebastian VettelRed Bull/Renault1'25.283-2Mark WebberRed Bull/Renault1'25.3270.0443Lewis HamiltonMcLaren/Mercedes1'25.5440.2614Jenson ButtonMcLaren/Mercedes1'25.6590.3765Fernando AlonsoFerrari1'25.7730.496Felipe MassaFerrari1'25.8570.5747Kimi RäikkönenLotus/Renault1'26.2360.9538Sergio PérezSauber/Ferrari1'26.3601.0779Pastor MaldonadoWilliams/Renault1'26.7131.4310Nico RosbergMercedes--11Romain GrosjeanLotus/Renault1'26.1360.85312Nico HülkenbergForce India/Mercedes1'26.2410.95813Bruno SennaWilliams/Renault1'26.3311.04814M.SchumacherMercedes1'26.5741.29115Daniel RicciardoToro Rosso/Ferrari1'26.7771.49416Paul Di RestaForce India/Mercedes1'26.9891.70617Kamui KobayashiSauber/Ferrari1'27.2191.93618Jean-Eric VergneToro Rosso/Ferrari1'27.5252.24219Vitaly PetrovCaterham/Renault1'28.7563.47320H.KovalainenCaterham/Renault1'29.5004.21721Timo GlockMarussia/Cosworth1'29.6134.3322Pedro de la RosaHRT/Cosworth1'30.5925.30923N.KarthikeyanHRT/Cosworth1'30.5935.3124Charles PicMarussia/Cosworth1'30.6625.379
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira