Hlynur Geir: Stefndi á að vera stigameistari | ætlar að draga úr keppnisgolfinu Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 2. september 2012 18:07 "Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir. Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
"Ég er mjög sáttur við þetta tímabil,“ sagði Hlynur Geir Hjartarson úr Golfklúbbi Selfoss eftir að hann tryggði sér stigameistaratitilinn á Eimskipsmótaröðinni í golfi í dag. Hlynur endaði í fjórða sæti á síðasta stigamóti ársins, Símamótinu, sem lauk í Grafarholti í dag en þetta er í þriðja sinn sem Hlynur Geir verður stigameistari. "Ég stefndi á að verða stigameistari en ég held að þetta verði síðasta tímabilið hjá mér með þessum hætti. Ég ætla að einbeita mér að öðrum hlutum en ég mun alltaf mæta á Íslandsmótið í höggleik og reyna að landa þeim stóra – sem ég á eftir að gera. Þetta er orðið ágætt í bili,“ bætti Hlynur við. "Ég hef varla æft neitt af viti í sumar enda nóg að gera í því að ala upp afrekskylfinga á Selfossi auk þess að ala upp börnin mín. Þið munuð bara sjá mig á einu og einu móti á næstu árum. Ætli veðurspáin muni ekki ráða mestu um það,“ bætti Hlynur við og glotti. "Ég fór þetta á reynslunni í sumar og ágætlegu líkamlegu atgervi. Tæknilega og sveiflulega var ég ekki eins góður og áður en andlegi þátturinn var mun sterkari,“ sagði Hlynur Geir.
Golf Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira