Button vonsvikin með trúnaðarbrest Hamiltons Birgir Þór Harðarson skrifar 4. september 2012 22:30 Button er ekki sáttur með að Hamilton hafi dreift mynd af trúnaðargögnum liðsins. nordicphotos/afp Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button, liðsmaður McLaren-liðsins í Formúlu 1, segist vera mjög vonsvikin með að liðsfélagi hans, Lewis Hamilton, hafi birt mynd af leynilegum upplýsingum McLaren-liðsins á Twitter í kjölfar tímatökunnar á laugardag. Nokkrum mínútum eftir að Hamilton hafði sent myndina á vefinn var honum skipað að eyða færslunni enda um trúnaðarupplýsingar að ræða sem starfsmenn liðsins eiga einir að fá að sjá. Hamilton vildi með myndinni útskýra fyrir stuðningsmönnum sínum hvers vegna hann var hægari en Button í tímatökunni og afhverju hann valdi að nota ekki nýjan afturvæng sem stóð honum til boða. Button notaði nýja vænginn og sigraði kappaksturinn með yfirburðum. "Ég er eiginlega bara mjög vonsvikinn," sagði Button þegar hann var spurður hvað honum finndist um Twitter-færsluna. "Við höfum lagt svo hart að okkur til að bæta bílinn og viljum að svona upplýsingar séu trúnaðarmál."Myndin hans Hamilton frá því á laugardaginn. Glöggir lesendur geta greint yfirlit yfir gírskiptingar á tímatökuhringnum, hraða á hverjum tímapunkti, hemlun, inngjöf og stýrishreyfingar. Punktalínan sem búið er að draga yfir mitt línuritið er tíminn sem Hamilton tapaði gagnvart Button á hringnum. Búið er að teikna inn örvar þar sem hann tapaði mest: á hröðustu köflum brautarinnar (Kemmel og Blancimont)Lewis HamiltonErkifjendur McLaren-liðsins í Red Bull segjast hafa notfært sér upplýsingarnar sem myndin geymir. "Ég held að allir vélvirkjar í Formúlu 1 hafi skoðað myndina," sagði Christian Horner, liðstjóri Red Bull. Paddy Lowe, tæknistjóri McLaren, var þó viss um að hin liðin fengju ekki mikið af upplýsingum úr myndinni. "Sjálf gögnin á myndinni munu ekki hjálpa öðrum liðum neitt að ráði." Hamilton hlaut enga refsingu fyrir þetta en fékk ærið tiltal frá yfirmönnum sínum.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira