GR-stelpurnar unnu Sveitakeppnina þriðja árið í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2012 18:19 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR. Mynd/GSÍmyndir.net Golfklúbbur Reykjavíkur vann 1. deild kvenna í Sveitakeppni Golfsambands Íslands en konurnar spiluðu á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. GR vann 3-2 sigur á Keili í úrslitaleiknum og vann því Sveitakeppnina þriðja árið í röð. GR-ingarnir Hildur Kristín Þorvarðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir unnu sína leiki í úrslitaleiknum og sigrar Tinnu Jóhannsdóttur og Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur voru ekki nóg fyrir Keili. GKG tók bronsið eftir 3,5-1,5 sigur á Nesklúbbnum í leiknum um þriðja sætið. Golfklúbbur Suðurnesja varð í fimmta sæti, Golfklúbburinn Kjölur endaði í sjötta sætinu, Golfklúbbur Akureyrar tók sjöunda sætið og Golfklúbburinn Vestarr rak síðan lestina. Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur skipuðu eftirtaldar: Ragnhildur Kristinsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björndóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Guðrún Pétursdóttir. Liðsstjóri var Hólmar Freyr Christiansson. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Golfklúbbur Reykjavíkur vann 1. deild kvenna í Sveitakeppni Golfsambands Íslands en konurnar spiluðu á Garðavelli hjá Golfklúbbi Reykjavíkur. GR vann 3-2 sigur á Keili í úrslitaleiknum og vann því Sveitakeppnina þriðja árið í röð. GR-ingarnir Hildur Kristín Þorvarðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Ragnhildur Sigurðardóttir unnu sína leiki í úrslitaleiknum og sigrar Tinnu Jóhannsdóttur og Guðrúnar Brá Björgvinsdóttur voru ekki nóg fyrir Keili. GKG tók bronsið eftir 3,5-1,5 sigur á Nesklúbbnum í leiknum um þriðja sætið. Golfklúbbur Suðurnesja varð í fimmta sæti, Golfklúbburinn Kjölur endaði í sjötta sætinu, Golfklúbbur Akureyrar tók sjöunda sætið og Golfklúbburinn Vestarr rak síðan lestina. Sigursveit Golfklúbbs Reykjavíkur skipuðu eftirtaldar: Ragnhildur Kristinsdóttir, Ragnhildur Sigurðardóttir, Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Sunna Víðisdóttir, Berglind Björndóttir, Halla Björk Ragnarsdóttir, Hildur Kristín Þorvarðardóttir og Guðrún Pétursdóttir. Liðsstjóri var Hólmar Freyr Christiansson.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira