Phil Mickelson á enn eftir að landa sigri á opna breska 18. júlí 2012 10:00 Phil Mickelson. AP Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. Mickelson endaði í öðru sæti á opna breska meistaramótinu fyrir ári síðan á Royal St. Georges vellinum og hann ætlar sér að gera betur á Royal Lytham & St. Annes þegar keppni hefst á morgun – fimmtudag. „Fyrir átta árum þá áttaði ég mig á því að ég þarf að beita öðrum aðferðum til þess að ná árangri við þær aðstæður sem geta verið á þessu móti. Ég hef alltaf getið slegið lág högg en ég kunni ekki að nýta mér það. Ég nýt þess núna að leika við þessar aðstæður og ég kann að meta erfiðar aðstæður og þar á meðal rigningu og rok," sagði Mickelson á fundi með fréttamönnum í gær. Hann mun leika með Luke Donald frá Englandi og Geoff Ogilvy frá Ástralíu fyrstu tvo keppnisdagana. Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Bandaríski kylfingurinn Phil Mickelson hefur á undanförnum tveimur áratugum verið í fremstu röð í heiminum en hann á enn eftir að ná þeim áfanga að landa sigri á opna breska meistaramótinu. Mickelson hefur sigrað þrívegis á Mastersmótinu, einu sinni á PGA meistaramótinu auk 40 sigra á PGA mótaröðinni. Mickelson endaði í öðru sæti á opna breska meistaramótinu fyrir ári síðan á Royal St. Georges vellinum og hann ætlar sér að gera betur á Royal Lytham & St. Annes þegar keppni hefst á morgun – fimmtudag. „Fyrir átta árum þá áttaði ég mig á því að ég þarf að beita öðrum aðferðum til þess að ná árangri við þær aðstæður sem geta verið á þessu móti. Ég hef alltaf getið slegið lág högg en ég kunni ekki að nýta mér það. Ég nýt þess núna að leika við þessar aðstæður og ég kann að meta erfiðar aðstæður og þar á meðal rigningu og rok," sagði Mickelson á fundi með fréttamönnum í gær. Hann mun leika með Luke Donald frá Englandi og Geoff Ogilvy frá Ástralíu fyrstu tvo keppnisdagana.
Golf Mest lesið Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira