Alonso og Vettel gætu lifað af saman hjá Ferrari Birgir Þór Harðarson skrifar 22. júní 2012 22:15 "Hver er bestur?" spyr Vettel Alonso hér örugglega. Það væri fróðlegt að sjá, keppi þeir einhverntíma báðir í rauðu. nordicphotos/afp Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári. Felipe Massa hefur ekki ekið eins og Ferrari-ökuþór sæmir undanfarin ár og nú er sæti hans orðið það heitt að yfirmenn hans eru farnir að líta í kringum sig. Ummæli Domenicali um Vettel hafa aðeins kastað olíu á eldinn í þeim efnum. "Ég held að þeir séu báðir bráðsnjallir gæjar og gætu vel lifað af sem liðsfélagar," sagði Domenicali við Sport Bild og Auto Bild. Bernie Ecclestone tók í sama streng í sama viðtali og sagði að liðsskipanin myndi ekki verða til vandræða. "Þetta yrði ekkert vandamál. Báðir eru endalaust að leita að nýjum áskorunum. Það að vera liðsfélagi helsta keppinautar þíns er helsta áskorun hvers ökumanns." Sögurnar af liðsfélögum Alonso eru margar skrautlegar. Mikið veður var til dæmis gert útaf erjum milli Alonso og Lewis Hamilton þegar báðir óku fyrir McLaren-liðið árið 2007. Alonso skildi við liðið í fússi og gekk aftur til liðs við Renault þar sem hann fékk að vera númer eitt. Hann gekk svo til liðs við Ferrari þar sem fyrir var Felipe Massa. Sá liðsfélagi á ekki séns í Alonso, sem er af mörgum talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, ökumaður í Formúlu 1 síðari ára. Sebastian Vettel flokkast auðvitað í sama flokk og Alonso, með þeim bestu. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig samstarf þessara ökuþóra myndi þróast. Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Stefano Domenicali, liðstjóri Ferrari liðsins, er viss um að Fernando Alonso og Sebastian Vettel gætu lifað af sem liðsfélagar hjá Ferrari-liðinu. Mikil óvissa hefur ríkt um hver verði liðsfélagi Alonso á næsta ári. Felipe Massa hefur ekki ekið eins og Ferrari-ökuþór sæmir undanfarin ár og nú er sæti hans orðið það heitt að yfirmenn hans eru farnir að líta í kringum sig. Ummæli Domenicali um Vettel hafa aðeins kastað olíu á eldinn í þeim efnum. "Ég held að þeir séu báðir bráðsnjallir gæjar og gætu vel lifað af sem liðsfélagar," sagði Domenicali við Sport Bild og Auto Bild. Bernie Ecclestone tók í sama streng í sama viðtali og sagði að liðsskipanin myndi ekki verða til vandræða. "Þetta yrði ekkert vandamál. Báðir eru endalaust að leita að nýjum áskorunum. Það að vera liðsfélagi helsta keppinautar þíns er helsta áskorun hvers ökumanns." Sögurnar af liðsfélögum Alonso eru margar skrautlegar. Mikið veður var til dæmis gert útaf erjum milli Alonso og Lewis Hamilton þegar báðir óku fyrir McLaren-liðið árið 2007. Alonso skildi við liðið í fússi og gekk aftur til liðs við Renault þar sem hann fékk að vera númer eitt. Hann gekk svo til liðs við Ferrari þar sem fyrir var Felipe Massa. Sá liðsfélagi á ekki séns í Alonso, sem er af mörgum talinn einn sá besti, ef ekki sá besti, ökumaður í Formúlu 1 síðari ára. Sebastian Vettel flokkast auðvitað í sama flokk og Alonso, með þeim bestu. Það yrði því fróðlegt að sjá hvernig samstarf þessara ökuþóra myndi þróast.
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira