Sögulegur sigur hjá Tiger | Jafnaði Nicklaus 3. júní 2012 22:16 Tiger fagnar í kvöld. Tiger Woods fór á kostum á lokadegi Memorial-mótsins í kvöld og tryggði sér sögulegan sigur. Þetta var 73. sigur Tigers á PGA-mótaröðinni og hann hefur þar með jafnað sjálfan Jack Nicklaus. Tiger var í erfiðri stöðu fyrir daginn en lokaspretturinn hjá honum var stórkostlegur. Þá fékk hann þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og þar af vippaði hann ofan í á 16. holu. Þegar upp var staðið vann Tiger með tveggja högga mun. Andres Romero og Rory Sabbatini voru jafnir í öðru sæti. Tiger spilaði á 67 höggum í kvöld en þetta var í fimmta sinn sem hann vinnur mótið en það er einmitt Nicklaus sem heldur það. Woods og Nicklaus eru jafnir í öðru sæti yfir flesta sigra á mótaröðinni en Sam Snead vann 82 mót á sínum tíma. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods fór á kostum á lokadegi Memorial-mótsins í kvöld og tryggði sér sögulegan sigur. Þetta var 73. sigur Tigers á PGA-mótaröðinni og hann hefur þar með jafnað sjálfan Jack Nicklaus. Tiger var í erfiðri stöðu fyrir daginn en lokaspretturinn hjá honum var stórkostlegur. Þá fékk hann þrjá fugla á síðustu fjórum holunum og þar af vippaði hann ofan í á 16. holu. Þegar upp var staðið vann Tiger með tveggja högga mun. Andres Romero og Rory Sabbatini voru jafnir í öðru sæti. Tiger spilaði á 67 höggum í kvöld en þetta var í fimmta sinn sem hann vinnur mótið en það er einmitt Nicklaus sem heldur það. Woods og Nicklaus eru jafnir í öðru sæti yfir flesta sigra á mótaröðinni en Sam Snead vann 82 mót á sínum tíma.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira