Íslenskur kylfingur varð mús að bana Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. júní 2012 23:45 Ef glöggt er að gáð má merkja boltafarið á músinni. Mynd / Kylfingur.is Sjöunda holan á golfvellinum á Blönduósi er væntanlega með þeim eftirminnilegri sem kylfingurinn Guðmundur Ingvi Einarsson hefur spilað. Guðmundur fékk fugl á holunni auk þess að verða mús að bana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Kylfingur.is. Annað högg Guðmundar á holunni sem er par fimm hola rataði á flötinni. Þegar Guðmundur kom að flötinni sá hann músina og mátti merkja boltafar á henni líkt og sést á meðfylgjandi mynd. „Ég er 99% öruggur um að boltinn hafi lent á músinni. Það var annað holl rétt á undan okkur sem hefði sennilega fært músina ef hún hefði þarna fyrir á flötinni," sagði Guðmundur í samtali við Kylfing.is. Guðmundur lét andlát músarinnar ekki slá sig útaf laginu. Hann var staðsettur aftast á flötinni en tókst að tvípútta fyrir fugli. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Sjöunda holan á golfvellinum á Blönduósi er væntanlega með þeim eftirminnilegri sem kylfingurinn Guðmundur Ingvi Einarsson hefur spilað. Guðmundur fékk fugl á holunni auk þess að verða mús að bana. Þetta kemur fram á vefsíðunni Kylfingur.is. Annað högg Guðmundar á holunni sem er par fimm hola rataði á flötinni. Þegar Guðmundur kom að flötinni sá hann músina og mátti merkja boltafar á henni líkt og sést á meðfylgjandi mynd. „Ég er 99% öruggur um að boltinn hafi lent á músinni. Það var annað holl rétt á undan okkur sem hefði sennilega fært músina ef hún hefði þarna fyrir á flötinni," sagði Guðmundur í samtali við Kylfing.is. Guðmundur lét andlát músarinnar ekki slá sig útaf laginu. Hann var staðsettur aftast á flötinni en tókst að tvípútta fyrir fugli.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira