Ólafía Þórunn efst þegar keppni er hálfnuð 26. maí 2012 19:17 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. golf.is Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. Skor kylfinga í kvennaflokknum var frekar hátt í dag. Aðstæður voru erfiðar þar sem að mikið rok var á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn fékk þrjá fugla (-1) á hringnum í dag en hún fékk 5 skolla (+1) og 1 skramba (+2). Hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í fyrsta sinn á ferlinum á Hólmsvelli í Leiru í fyrra. Guðrún Brá fékk 3 fugla á hringnum í dag, 8 skolla og 1 skramba.Staða efstu kylfinga: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81 4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83 6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85 9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85 10. Karen Guðnadóttir, GS - 85 Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, Íslandsmeistari í höggleik kvenna, er í efsta sæti þegar keppni er hálfnuð á fyrsta móti keppnistímabilsins á Eimskipsmótaröðinni í golfi. Ólafía Þórunn, sem keppir fyrir Golfklúbb Reykjavíkur, lék á 76 höggum í dag eða 4 höggum yfir pari. Guðrún Brá Björgvinsdóttir úr Keili lék á 79 höggume ða 7 höggum yfir pari og er hún í öðru sæti. Anna Sólveig Tryggvadóttir úr Keili er þriðja á 81 höggi eða 9 höggum yfir pari. Skor kylfinga í kvennaflokknum var frekar hátt í dag. Aðstæður voru erfiðar þar sem að mikið rok var á Hólmsvelli í Leiru. Ólafía Þórunn fékk þrjá fugla (-1) á hringnum í dag en hún fékk 5 skolla (+1) og 1 skramba (+2). Hún tryggði sér Íslandsmeistaratitilinn í höggleik í fyrsta sinn á ferlinum á Hólmsvelli í Leiru í fyrra. Guðrún Brá fékk 3 fugla á hringnum í dag, 8 skolla og 1 skramba.Staða efstu kylfinga: 1. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, GR – 76 2. Guðrún Brá Björgvinsdóttir, GK – 79 3. Anna Sólveig Snorradóttir, GK – 81 4. Þórdís Geirsdóttir, GK – 82 5. Eygló Myrra Óskarsdóttir, GO – 83 6. Signý Arnórsdóttir, GK – 83 7. Ragna Björk Ólafsdóttir, GKG – 83 8. Ingunn Gunnarsdóttir, GKG – 85 9. Tinna Jóhannsdóttir, GK – 85 10. Karen Guðnadóttir, GS - 85
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira