Mótið í Mónakó undirbúið - myndir Birgir Þór Harðarson skrifar 28. maí 2012 21:00 Tröllvaxnar snekkjur í tugatali lágu við hafnarbakkann. mynd/biggi Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Um helgina fór kappaksturinn í Mónakó fram og fagnaði Mark Webber sigri þegar hann ók Red Bull-bíl sínum yfir endalínuna. Það er þó ekki einfalt að skella upp kappakstursbraut í einu minnsta landi í Evrópu. Kappakstursbrautin liggur á helstu götum borgarinnar. Það er þó ekki hægt að loka götunum fyrir almenna umferð heila viku fyrir kappaksturinn. Blaðamaður Vísis var á ferðinni í Mónakó og tók meðfylgjandi myndir af undirbúninginum fyrir helgi.Liðsmenn Force India-liðsins voru í óða önn að púsla bíl Nico Hulkenberg saman og gera kláran fyrir æfingar fimmtudagsins.mynd/biggiKonunglega stúkan í Mónakó var komin upp og búið að teppaleggja stigana. Albert Prins hefur örugglega skemmt sér vel í ár enda með glæsilegt útsýni yfir ráslínuna.mynd/biggiNiður við sundlaugina var búið að skella upp stúkum og verið að reisa vegriðin umhverfis brautina. Hér má einnig sjá hvernig borgin er byggð upp í fjöllin.mynd/biggiHorft frá Mirabeau niður að Loews beygjunni, þeirri þrengstu í Formúlu 1, frá Mirabeau. Þarna er þung umferð á háannatíma á miðvikudegi fyrir mót.mynd/biggiMirabeau-beygjan er nefnd eftir hótelinu sem við hana stendur (fyrir aftan ljósmyndara). Brekkan niður að henni er mun brattari en hún virðist vera í sjónvarpinu.mynd/biggiÞegar horft var yfir höfnina úr Beau Rivage-brekkunni blöstu við snekkjur í tugatali í höfninni. Einnig mátti heyra spænskar raddir verkamanna sem börðust við að koma fyrir risaskjáum, dekkjaveggjum og vegriðum í tæka tíð.mynd/biggiGöturnar eru mjög þröngar í Mónakó. Þær eru jafnvel enn þrengri þegar fólk er búið að leggja bílum sínum að evrópskum sið. Hér má sjá útsýnið af VIP svölunum í Beau Rivage-brekkunni yfir Tabac-beygjuna og höfnina.mynd/biggiFyrsta beygja í brautinni í Mónakó er kölluð Ste Devote eftir þessari kirkju sem stendur nokkrum metrum frá.mynd/biggiEins og allt annað í Mónakó þá er útkoman út af viðgerðarsvæðinu þröng. Þó búið sé að setja upp vegrið og undirbúa borgina fyrir kappakstur er umferð hleypt um göturnar eins og um venjulegan dag væri að ræða í furstadæminu.mynd/biggiAugu allra eru á þessum ljósum í upphafi hvers móts.mynd/biggi
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira