Evróputímabilið hefst á Spáni um helgina Birgir Þór Harðarson skrifar 9. maí 2012 23:00 Brautin á Spáni Graphic News Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum. Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn. Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983. Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda. Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum. Frægir sigrar og ósigrarJean Todt fagnaði Schumacher innilega verðlaunapallinum 1996 og lét Jean Alesi gusa yfir sig kampavíni.nordicphotos/afpBrautin í Barcelona hefur oft boðið upp á óvænt úrslit og frækna sigra. Það var til dæmis árið 1996 þegar Michael Schumacher ók sitt fyrsta tímabil fyrir Ferrari að hann sigraði spænska kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma. Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring. Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Jenson Button - McLaren Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Spænski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 53 stig 2. Lewis Hamilton - 49 3. Mark Webber - 48 4. Jenson Button - 43 5. Fernando Alonso - 43 6. Nico Rosberg - 35 7. Kimi Raikkönen - 34 8. Roman Grosjean - 23 9. Serio Pérez - 22 10. Paul di Resta - 15 Bílasmiðir 1. Red Bull - 101 stig 2. McLaren - 92 3. Lotus - 57 4. Ferrari - 45 5. Mercedes - 37 Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Á sunnudag fer spænski kappaksturinn fram í Barcelona og markar upphaf tímabilsins í Evrópu. Í gegnum tíðin hefur fyrsti Evrópukappaksturinn verið vettvangur liðanna til að kynna nýjar uppfærslur á bílum sínum og virðist ekki vera nein breyting á því í ár. Formúla 1 hefur þá verið í þriggja vikna fríi síðan síðast var keppt í Barein. Í síðustu viku voru æfingar í Maranello á Ítalíu þar sem liðin reynsluóku nýjum breytingum á bílunum. Spænski kappaksturinn hefur verið haldinn í Barcelona síðan árið 1991. Brautinni hefur verið breytt þónokkuð síðan þá en allra síðustu breytingarnar eru á síðasta kafla brautarinnar. Fyrir síðustu beygju hefur verið komið fyrir þröngum hlekk sem gerir brautina enn flóknari fyrir ökumenn. Í fyrra fór Sebastian Vettel með sigur af hólmi í kappakstrinum á Spáni. Hann kom í mark rétt á undan Lewis Hamilton. Brautin er þekkt fyrir að bjóða upp á nokkuð jafnan kappakstur, sem eru frábærar fréttir fyrir okkur áhorfendur sem höfum nú þegar séð jafnasta keppnistímabil í Formúlu 1 síðan 1983. Brautin hentar helst loftaflslega skilvirkum bílum því hún býður upp á hraðar aflíðandi beygjur þar sem ökumenn munu helst reiða sig á vængpressu fremur en dekkjagrip. Ökumenn munu því reyna að fullkomna uppsetningu bíla sinna, sem kann hins vegar að reynast flókið verk fyrir óreynda. Pirelli-dekkjaframleiðandinn býður, eins og venjulega, upp á tvær dekkjagerðir á Spáni. Það er hins vegar óvanalegt að bjóða upp á tvær gerðir sem eru ekki í næstu röð við hvort annað. Pirelli býður nefninlega upp á hörð og mjúk dekk en sleppa miðlungshörðu dekkjagerðinni. Það ætti að bjóða upp á fleiri möguleika fyrir liðin til að stilla upp keppnisáætlunum sínum. Frægir sigrar og ósigrarJean Todt fagnaði Schumacher innilega verðlaunapallinum 1996 og lét Jean Alesi gusa yfir sig kampavíni.nordicphotos/afpBrautin í Barcelona hefur oft boðið upp á óvænt úrslit og frækna sigra. Það var til dæmis árið 1996 þegar Michael Schumacher ók sitt fyrsta tímabil fyrir Ferrari að hann sigraði spænska kappaksturinn með gríðarlegum yfirburðum. Ferrari-bíll þess árs var handónýtur og varla boðlegur Schumacher, þá tvöföldum heimsmeistara, og liðsfélaga hans Eddie Irvine. Spænski kappaksturinn fór fram í grenjandi rigningu en Schumacher lét það ekki á sig fá og slátraði keppinautum sínum. Eftir þennan frækna sigur hefur Schumacher verið talinn einn besti ökumaður í rigningu allra tíma. Það fór ekki eins vel fyrir Mika Hakkinen á McLaren árið 2001. Mika hafði byggt upp gríðarlegt forskot á Schumacher í fyrsta sæti, eftir að hafa komist fram úr Þjóðverjanum á 43. hring. Þegar aðeins einn hringur var eftir í mark bilaði kúplingin í McLaren-bílnum og Mika þurfti að leggja bílnum. Schumacher sveif fram úr og sigraði. Hann kom þó aftur hjá á sigurhring sínum og gaf Mika far heim að bílskúr.DRS svæði: Á ráskaflanum öllum.Dekkjagerðir í boði: Mjúk (option) og hörð (prime)Efstu þrír árið 2011: 1. Sebastian Vettel - Red Bull 2. Lewis Hamilton - McLaren 3. Jenson Button - McLaren Allt mótið er í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.Föstudagur: 08:00 Æfing 1 12:00 Æfing 2Laugardagur: 08:55 Æfing 3 11:50 TímatakaSunnudagur: 11:40 Spænski kappaksturinn Staðan í titilbaráttunni eftir fjórar umferðirÖkumenn 1. Sebastian Vettel - 53 stig 2. Lewis Hamilton - 49 3. Mark Webber - 48 4. Jenson Button - 43 5. Fernando Alonso - 43 6. Nico Rosberg - 35 7. Kimi Raikkönen - 34 8. Roman Grosjean - 23 9. Serio Pérez - 22 10. Paul di Resta - 15 Bílasmiðir 1. Red Bull - 101 stig 2. McLaren - 92 3. Lotus - 57 4. Ferrari - 45 5. Mercedes - 37
Formúla Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira