Masters 2012: Tiger Woods ætlar sér enn sigur | er í 40.-46. sæti 7. apríl 2012 00:30 Tiger Woods. AP „Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat," sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. „Sveiflan var ekki í lagi og ég reyndi að vera þolinmóður, en það voru nokkrir ljósir punktar við hringinn. Ég var tvo undir pari eftir þrjár holur en ég klúðraði því." Tiger er enn vongóður um að geta gert atlögu að titlinum en Fred Couples og Jason Dufner eru efstir á -5 og er Tiger 8 höggum á eftir þeim. „Það sem einkennir þetta mót er að þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn eiga allir möguleika á sigri. Það hefur gerst að sigurvegarinn hefur unnið upp 5-6 högg á lokadeginum. Ég stefni á að bæta stöðu mína á þriðja hringnum og á sunnudeginum getur allt gerst," sagði Tiger í sjónvarpsviðtali eftir hringinn í gær. Tölfræðin er ekki með Tiger Woods að þessu sinni. Sigurvegarinn á Mastersmótinu hefur aldrei verið neðar en í 25. sæti þegar keppni er hálfnuð. Tiger Woods þarf því að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins ætli hann sér að ná að landa sigri í fimmta sinn á ferlinum. Golf Tengdar fréttir Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. 6. apríl 2012 23:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
„Ég lagði mig fram og reyndi mitt besta við hvert einasta högg. Halda einbeitingunni og slá næsta högg eins og ég ætlaði mér – það gekk nánast aldrei upp en ég var að reyna eins og ég gat," sagði Tiger Woods eftir að hafa leikið á 75 höggum á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Tiger, sem er fjórfaldur sigurvegari á þessu risamóti, er samtals á +3 í 40.-46. sæti mótsins þegar kepni er hálfnuð. „Sveiflan var ekki í lagi og ég reyndi að vera þolinmóður, en það voru nokkrir ljósir punktar við hringinn. Ég var tvo undir pari eftir þrjár holur en ég klúðraði því." Tiger er enn vongóður um að geta gert atlögu að titlinum en Fred Couples og Jason Dufner eru efstir á -5 og er Tiger 8 höggum á eftir þeim. „Það sem einkennir þetta mót er að þeir sem komast í gegnum niðurskurðinn eiga allir möguleika á sigri. Það hefur gerst að sigurvegarinn hefur unnið upp 5-6 högg á lokadeginum. Ég stefni á að bæta stöðu mína á þriðja hringnum og á sunnudeginum getur allt gerst," sagði Tiger í sjónvarpsviðtali eftir hringinn í gær. Tölfræðin er ekki með Tiger Woods að þessu sinni. Sigurvegarinn á Mastersmótinu hefur aldrei verið neðar en í 25. sæti þegar keppni er hálfnuð. Tiger Woods þarf því að skrifa nýjan kafla í sögu Mastersmótsins ætli hann sér að ná að landa sigri í fimmta sinn á ferlinum.
Golf Tengdar fréttir Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. 6. apríl 2012 23:30 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Masters 2012: Couples og Dufner efstir | Tiger langt frá sínu besta Hinn 52 ára gamli Fred Couples stal senunni á öðrum keppnisdegi Mastersmótsins í golfi. Bandaríkjamaðurinn sem sigraði á þessu risamóti árið 1992 lék eins og unglingur þar sem hann fékk sjö fugla og endaði hann á 67 höggum eða -5. Hann deilir efsta sætinu með landa sínum Jason Dufner sem lék á 70 höggum á öðrum keppnisdeginum. 6. apríl 2012 23:30