Öskur setti Tiger úr jafnvægi | Eins höggs forskot fyrir lokahringinn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. mars 2012 09:00 Tiger slær úr glompu á Bay Hill vellinum. Nordic Photos / Getty Images Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. Tiger er samanlagt á ellefu höggum undir pari og er í fyrsta sinn í 30 mánuði í forystusætinu fyrir lokahringinn á PGA-móti. Tölfræðin er svo sannarlega hliðholl Tiger. Hann hefur unnið 37 af 39 PGA-mótum þar sem hann hefur verið efstur fyrir lokadaginn að því er AP-fréttastofan greinir frá. Enginn skildi afskrifa Graeme McDowell sem spilaði einnig á einu höggi undir pari. Síðast þegar McDowell og Tiger voru saman í holli á lokahring á golfmóti vann McDowell upp fjögurra högga forskot Tigers og vann sigur í bráðabana. Það var á Chevron áskorandamótinu í árslok 2010.Öskur og yfirlið Forysta Tiger hefði getað verið mun betri ef ekki hefði verið fyrir stórskrýtið upphafshögg hans á 15. holu. Tiger, sem virkar í fantaformi, setti boltann langt út fyrir mörk vallarins og kepptust golfáhugamenn við að gera grín að skotinu. Síðar um daginn kom í ljós að móðir sem var meðal áhorfenda á vellinum hafði öskrað í miðri sveiflu Tigers vegna þess að liðið hafði yfir son hennar. „Við erum enn að komast til botns í málinu. Það leið víst yfir 18 ára strák sem féll til jarðar og móðir hans öskraði. Það vildi svo til að það var í miðri sveiflunni minni. Ég reyndi að hætta við en það var of seint. Ég hægði á kylfunni og boltinn lenti út fyrir mörk vallarins," sagði Tiger um atvikið að því er fram kemur á fréttavef Yahoo. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.Ernie Els eygir möguleika á sæti á Masters Tiger deildi forystunni að loknum 36 holum með Suður-Kóreubúanum Charlie Wie. Wie fataðist flugið í gær, spilaði á fjórum höggum yfir pari og er á sex undir samanlagt. Þá átti Jason Dufner, sem leiddi ásamt Tiger eftir fyrsta hringinn, afleitan dag og spilaði á fimm yfir pari. Suður-Afríkubúinn Ernie Els minnti á sig með frábærum hring. Hann spilaði á fimm höggum undir pari og er í þriðja sætinu ásamt Ian Poulter á átta undir pari samanlagt. Els, sem er í 62. sæti heimslistans, þarf að ná góðum árangri til að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu aðra helgi. Fimmtíu efstu sætin á heimslistanum gefa þátttökurétt en Els þarf líklega að minnsta kosti að hafna í þriðja sæti mótsins og jafnvel gera betur en það. Hér má sjá stöðuna í mótinu. Golf Tengdar fréttir Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods er í kjörstöðu fyrir lokahringinn á Arnold Palmer boðsmótinu í Orlando sem leikinn verður í dag. Tiger, sem lék hringinn í gær á einu höggi undir pari, hefur eins höggs forskot á Norður-Írann Graeme McDowell. Tiger er samanlagt á ellefu höggum undir pari og er í fyrsta sinn í 30 mánuði í forystusætinu fyrir lokahringinn á PGA-móti. Tölfræðin er svo sannarlega hliðholl Tiger. Hann hefur unnið 37 af 39 PGA-mótum þar sem hann hefur verið efstur fyrir lokadaginn að því er AP-fréttastofan greinir frá. Enginn skildi afskrifa Graeme McDowell sem spilaði einnig á einu höggi undir pari. Síðast þegar McDowell og Tiger voru saman í holli á lokahring á golfmóti vann McDowell upp fjögurra högga forskot Tigers og vann sigur í bráðabana. Það var á Chevron áskorandamótinu í árslok 2010.Öskur og yfirlið Forysta Tiger hefði getað verið mun betri ef ekki hefði verið fyrir stórskrýtið upphafshögg hans á 15. holu. Tiger, sem virkar í fantaformi, setti boltann langt út fyrir mörk vallarins og kepptust golfáhugamenn við að gera grín að skotinu. Síðar um daginn kom í ljós að móðir sem var meðal áhorfenda á vellinum hafði öskrað í miðri sveiflu Tigers vegna þess að liðið hafði yfir son hennar. „Við erum enn að komast til botns í málinu. Það leið víst yfir 18 ára strák sem féll til jarðar og móðir hans öskraði. Það vildi svo til að það var í miðri sveiflunni minni. Ég reyndi að hætta við en það var of seint. Ég hægði á kylfunni og boltinn lenti út fyrir mörk vallarins," sagði Tiger um atvikið að því er fram kemur á fréttavef Yahoo. Myndband af atvikinu má sjá með því að smella hér.Ernie Els eygir möguleika á sæti á Masters Tiger deildi forystunni að loknum 36 holum með Suður-Kóreubúanum Charlie Wie. Wie fataðist flugið í gær, spilaði á fjórum höggum yfir pari og er á sex undir samanlagt. Þá átti Jason Dufner, sem leiddi ásamt Tiger eftir fyrsta hringinn, afleitan dag og spilaði á fimm yfir pari. Suður-Afríkubúinn Ernie Els minnti á sig með frábærum hring. Hann spilaði á fimm höggum undir pari og er í þriðja sætinu ásamt Ian Poulter á átta undir pari samanlagt. Els, sem er í 62. sæti heimslistans, þarf að ná góðum árangri til að tryggja sér þátttökurétt á Masters-mótinu aðra helgi. Fimmtíu efstu sætin á heimslistanum gefa þátttökurétt en Els þarf líklega að minnsta kosti að hafna í þriðja sæti mótsins og jafnvel gera betur en það. Hér má sjá stöðuna í mótinu.
Golf Tengdar fréttir Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45 Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00 Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Fín byrjun hjá Tiger Woods | lofar góðu fyrir Mastersmótið Tiger Woods byrjaði ágætlega á PGA móti í golfi sem hófst í gær í Orlando í Bandaríkjunum. Hinn 36 ára gamli Woods lék á 69 höggum á Arnold Palmer Invitational meistaramótinu og er hann í fjórða sæti að loknum fyrsta keppnisdegi. Gríðarlegur áhugi er hjá fjölmiðlum sem fylgjast grannt með hverju skrefi hjá Woods í aðdraganda fyrsta stórmóts ársins – Mastersmótsins sem hefst þann 5. apríl. 23. mars 2012 14:45
Tiger Woods í góðum málum í Orlando Tiger Woods spilaði annan hringinn á Arnold Palmer boðsmótinu á sjö höggum undir pari í gær. Hann deilir forystusætinu með Charlie Wie frá Suður-Kóreu. 24. mars 2012 09:00