Veðbankar spá Rory McIlroy sigri á Masters 16. mars 2012 10:15 Veðbankar spá því að Norður-Írinn Rory McIlroy sigri á Mastersmótinu sem hefst þann 5. apríl. Getty Images / Nordic Photos Það styttist í að fyrsta stórmót ársins í golfíþróttinn en Mastersmótið á Augusta vellinum hefst þann 5. apríl. Veðbankar eru að sjálfsögðu farnir að taka við veðmálum og telja þeir mestar líkur á því að Norður-Írinn Rory McIlroy fái græna jakkann í verðlaun í mótslok. Bandaríkjamennirni Tiger Woods og Phil Mickelson eru einnig líklegir til afreka. Tiger tilkynnti það í sjónvarpsþættinum Good morning America að hann yrði með á Mastersmótinu – en hann hætti keppni á lokadegi heimsmótsins um s.l. helgi. Það er í raun lítið að marka spárnar sem veðbankar gefa upp fyrir stórmót. Reynslan hefur sýnt að á síðustu tveimur stórmótum hafa kylfingar í 111. og 108. sæti heimslistans staðið upp sem sigurvegarar. Norður-Írinn Darren Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley sigraði á PGA meistaramótinu. Clarke var að leika á sínu 54. stórmóti á ferlinum og var að verða 43 ára þegar hann sigraði. Bradley var 25 ára og hann hafði aldrei leikið áður á stórmóti. Það er því ekkert mynstur í gangi þarna. Staðan á heimslistanum í golfi hefur ekki skipt miklu máli þegar kemur að sigrum á stórmótum á síðustu misserum. Rory McIllroy var á meðal 10 efstu þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra og Phil Mickelson var í einu af þremur efstu sætunum þegar hann sigraði á Mastersmótinu árið 2010. Norður-Írinn Graeme McDowell var í 37. sæti heimslistans þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu árið 2010, Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen var í því 54. þegar hann sigraði á opna breska 2010, Þjóðverjinn Martin Kaymer var í 13. sæti þegar hann sigraði PGA meistaramótið 2010. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku hefur titill að verja á Mastersmótinu en hann var í 29. sæti á heimslistanum í fyrra þegar hann sigraði. Tiger Woods er sá síðasti á undanförnum árum sem hefur náð að vinna stórmót á sama tíma og hann var í efsta sæti heimslistans. Woods sigraði á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008. Það eru mun meiri líkur á sviptingum í golfíþróttinn miðað við tennisíþróttina tekið er mið af heimslistanum. Novak Djokovic, Rafael Nadal eða Roger Federer hafa sigrað á 27 af síðustu 28 stórmótum í tennis. Aðeins Juan Martin Del Potro hefur rofið sigurgöngu þeirra en það gerði hann á opna bandaríska meistaramótinu árið 2009. Staðreyndir á upphafi keppnistímabilsins á PGA mótaröðinni gefa einnig til kynna að erfitt er að spá um sigurvegara á fyrsta stórmóti ársins. Tólf mismunandi kylfingar hafa sigrað á fyrstu 12 mótum tímabilsins. Martin Kaymer er eini kylfingurinn á meðal keppenda á Mastersmótinu sem hefur unnið stórmót og en aldrei náð í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi á Augusta vellinum. Í ár gerir Hinn 27 ára gamli Kaymer gerir nú fimmtu tilraunina við að komast í gegnum niðurskurðinn og hinn rólegi Þjóðverji er allt annað en sáttur við þá sögu sem hann er að skrifa alveg sjálfur. Í fyrra var hann fimm höggum frá því að komast áfram. „Mastersmótið er risastór viðburður, en það eru sumir golfvellir sem henta manni betur en aðrir. Það getur verið erfitt að sætta sig við það. Ég þarf að gera breytingar á mínum leik, ég er ekki alveg með það á hreinu hvað ég þarf að gera en einn daginn mun það smella saman. Leikskipulagið er ekki aðalmálið – ég held ég þekki ekki völlinn nógu vel, ég kann ekki nógu vel á það sem hann hefur upp á að bjóða," sagði Kaymer við fréttamenn á dögunum. Augusta-völlurinn er fljótur að refsa fyrir mistök. Rory McIllroy fékk að kenna á því í fyrra. Hann var efstur eftir þrjá hringi en missti alveg af lestinni á lokadeginum þar sem hann lék á 80 höggum. Hann endaði 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Schwartzel. Enski kylfingurinn Nick Faldo á einnig skemmtilega kafla í sögu Mastersmótsins. Faldo lék alls 23 sinnum á þessu móti og hann náði aðeins þrívegis að vera á meðal 10 efstu. Og í öll þrjú skiptin stóð hann uppi með græna jakkann í mótslok sem sigurvegari. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Það styttist í að fyrsta stórmót ársins í golfíþróttinn en Mastersmótið á Augusta vellinum hefst þann 5. apríl. Veðbankar eru að sjálfsögðu farnir að taka við veðmálum og telja þeir mestar líkur á því að Norður-Írinn Rory McIlroy fái græna jakkann í verðlaun í mótslok. Bandaríkjamennirni Tiger Woods og Phil Mickelson eru einnig líklegir til afreka. Tiger tilkynnti það í sjónvarpsþættinum Good morning America að hann yrði með á Mastersmótinu – en hann hætti keppni á lokadegi heimsmótsins um s.l. helgi. Það er í raun lítið að marka spárnar sem veðbankar gefa upp fyrir stórmót. Reynslan hefur sýnt að á síðustu tveimur stórmótum hafa kylfingar í 111. og 108. sæti heimslistans staðið upp sem sigurvegarar. Norður-Írinn Darren Clarke sigraði á opna breska meistaramótinu í fyrra og Bandaríkjamaðurinn Keegan Bradley sigraði á PGA meistaramótinu. Clarke var að leika á sínu 54. stórmóti á ferlinum og var að verða 43 ára þegar hann sigraði. Bradley var 25 ára og hann hafði aldrei leikið áður á stórmóti. Það er því ekkert mynstur í gangi þarna. Staðan á heimslistanum í golfi hefur ekki skipt miklu máli þegar kemur að sigrum á stórmótum á síðustu misserum. Rory McIllroy var á meðal 10 efstu þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu í fyrra og Phil Mickelson var í einu af þremur efstu sætunum þegar hann sigraði á Mastersmótinu árið 2010. Norður-Írinn Graeme McDowell var í 37. sæti heimslistans þegar hann sigraði á opna bandaríska meistaramótinu árið 2010, Suður-Afríkumaðurinn Louis Oosthuizen var í því 54. þegar hann sigraði á opna breska 2010, Þjóðverjinn Martin Kaymer var í 13. sæti þegar hann sigraði PGA meistaramótið 2010. Charl Schwartzel frá Suður-Afríku hefur titill að verja á Mastersmótinu en hann var í 29. sæti á heimslistanum í fyrra þegar hann sigraði. Tiger Woods er sá síðasti á undanförnum árum sem hefur náð að vinna stórmót á sama tíma og hann var í efsta sæti heimslistans. Woods sigraði á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008. Það eru mun meiri líkur á sviptingum í golfíþróttinn miðað við tennisíþróttina tekið er mið af heimslistanum. Novak Djokovic, Rafael Nadal eða Roger Federer hafa sigrað á 27 af síðustu 28 stórmótum í tennis. Aðeins Juan Martin Del Potro hefur rofið sigurgöngu þeirra en það gerði hann á opna bandaríska meistaramótinu árið 2009. Staðreyndir á upphafi keppnistímabilsins á PGA mótaröðinni gefa einnig til kynna að erfitt er að spá um sigurvegara á fyrsta stórmóti ársins. Tólf mismunandi kylfingar hafa sigrað á fyrstu 12 mótum tímabilsins. Martin Kaymer er eini kylfingurinn á meðal keppenda á Mastersmótinu sem hefur unnið stórmót og en aldrei náð í gegnum niðurskurðinn að loknum öðrum keppnisdegi á Augusta vellinum. Í ár gerir Hinn 27 ára gamli Kaymer gerir nú fimmtu tilraunina við að komast í gegnum niðurskurðinn og hinn rólegi Þjóðverji er allt annað en sáttur við þá sögu sem hann er að skrifa alveg sjálfur. Í fyrra var hann fimm höggum frá því að komast áfram. „Mastersmótið er risastór viðburður, en það eru sumir golfvellir sem henta manni betur en aðrir. Það getur verið erfitt að sætta sig við það. Ég þarf að gera breytingar á mínum leik, ég er ekki alveg með það á hreinu hvað ég þarf að gera en einn daginn mun það smella saman. Leikskipulagið er ekki aðalmálið – ég held ég þekki ekki völlinn nógu vel, ég kann ekki nógu vel á það sem hann hefur upp á að bjóða," sagði Kaymer við fréttamenn á dögunum. Augusta-völlurinn er fljótur að refsa fyrir mistök. Rory McIllroy fékk að kenna á því í fyrra. Hann var efstur eftir þrjá hringi en missti alveg af lestinni á lokadeginum þar sem hann lék á 80 höggum. Hann endaði 10 höggum á eftir sigurvegaranum Charl Schwartzel. Enski kylfingurinn Nick Faldo á einnig skemmtilega kafla í sögu Mastersmótsins. Faldo lék alls 23 sinnum á þessu móti og hann náði aðeins þrívegis að vera á meðal 10 efstu. Og í öll þrjú skiptin stóð hann uppi með græna jakkann í mótslok sem sigurvegari.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira