McIlroy mætir Westwood í undanúrslitum á Heimsmótinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. febrúar 2012 11:00 Westwood slær úr sandinum í stórkostlegu umhverfi á Dave Mountain vellinum. Nordic Photos / Getty Images Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma). Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Rory McIlroy og Englendingurinn Lee Westwood sigruðu andstæðinga sína sannfærandi á Heimsmótinu í golfi í Arizona í Bandaríkjunum. Bretarnir mætast í undanúrslitum í dag. McIlroy sigraði Suður-Kóreumanninn Sang-Moon Bae en Westwood lagði Skotann Martin Laird. Báðum einvígjunum lauk eftir 16. holu þegar McIlroy og Westwood höfðu þriggja holu forskot. Hart verður barist í einvígi Bretanna í dag McIlroy vermir annað sæti heimslistans en Westwood það þriðja. Takist öðrum þeirra að fara alla leið í keppninni tryggir sá sér efsta sæti heimslistans á kostnað Englendingsins Luke Donald sem féll úr keppni í fyrstu umferð. Hinn 22 ára McIlroy yrði langyngsti sigurvegari mótsins frá upphafi. Tiger Woods á þann titil en hann vann keppnina árið 2003 þegar hann var 27 ára. Í hinni undanúrslitaviðureigninni mætast Bandaríkjamennirnir Mark Wilson og Hunter Mahan. Mahan fór illa með landa sinn Matt Kuchar en viðureigninni lauk eftir aðeins þrettán holur. Mark Wilson lagði Svíann Peter Hanson. Keppninni lauk á 15. holu þegar Svíinn hafði fjögurra holu forystu. Undanúrslitaviðureignirnar fara fram snemma dags í Arizona (eftir hádegi að íslenskum tíma). Úrlitaviðureignin fer fram um kvöldið (aðfaranótt mánudags að íslenskum tíma).
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira