Fjórtán ára sigurvegari á atvinnumannamóti Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 29. janúar 2012 18:30 Lydia Ko horfir einbeitt á eftir einu högga sinna. MYND/NORDIC PHOTO/AFP Lydia Ko fjórtán ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi varð í dag yngsti kylfingurinn til að sigra atvinnumannamót í golfi þegar hún sigraði New South Wales Open kvenngolfmótið á áströlsku mótaröðinni. Áhugamaðurinn Ko vann með fjögurra högga mun og bætti met Japanans Rory Ishikawa sem sigraði á japönsku mótaröðinni 15 ára gamall og átta mánaða. "Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað ég get sagt," sagði Ko sem verður 15 ára gömul 24. apríl. Ko fékk engan skolla á lokahringnum þar sem hún lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Hún lék alls á 14 höggum undir pari. Ko bætti þar með fyrir mistök sín frá því á sama móti frá árinu á undan þegar hún þrípúttaði á lokaholunni og varð að sætta sig við annað sætið, höggi á eftir Caroline Hedwall. "Þetta tók mjög á taugarnar. Ég var stressuð þar til á síðustu sekúndu. Ég hugsaði um það sem gerðist í fyrra og leit til baka og sá hvað það voru margir að horfa," sagði Ko. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Lydia Ko fjórtán ára gömul stúlka frá Nýja-Sjálandi varð í dag yngsti kylfingurinn til að sigra atvinnumannamót í golfi þegar hún sigraði New South Wales Open kvenngolfmótið á áströlsku mótaröðinni. Áhugamaðurinn Ko vann með fjögurra högga mun og bætti met Japanans Rory Ishikawa sem sigraði á japönsku mótaröðinni 15 ára gamall og átta mánaða. "Þetta er ótrúlegt, ég veit ekki hvað ég get sagt," sagði Ko sem verður 15 ára gömul 24. apríl. Ko fékk engan skolla á lokahringnum þar sem hún lék á 69 höggum eða þremur undir pari. Hún lék alls á 14 höggum undir pari. Ko bætti þar með fyrir mistök sín frá því á sama móti frá árinu á undan þegar hún þrípúttaði á lokaholunni og varð að sætta sig við annað sætið, höggi á eftir Caroline Hedwall. "Þetta tók mjög á taugarnar. Ég var stressuð þar til á síðustu sekúndu. Ég hugsaði um það sem gerðist í fyrra og leit til baka og sá hvað það voru margir að horfa," sagði Ko.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira