Jhonattan Vegas stefnir á að bæta met í eigu Tiger Woods Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 1. febrúar 2011 16:30 Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. AP Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Jhonattan Vegas er ekki þekktasti kylfingur heims en hann hefur vakið gríðarlega athygli á fyrstu mótunum á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Vegas, sem er frá Venesúela, er á góðri leið með að slá met sem er í eigu Tiger Woods. Vegas er á góðri leið með að vinna sér inn 2 milljónir dala í verðlaunafé á PGA mótaröðinni með meiri hraða en Woods gerði á sínum tíma. Vegas sem er 26 ára gamall sigraði á Bob Hope meistaramótinu sem var aðeins hans fimmta PGA mót á ferlinum og kom sigur hans verulega á óvart. Hann var á meðal efstu manna á Farmers meistaramótinu sem lauk á sunnudag og þar endaði Vegas í þriðja sæti. Þar náði hann betri árangri en Woods sem endaði í 44. sæti og Phil Mickelson varð annar og Bubba Watson sigraði. Á þessu tímabili hefur Vegas unnið sér inn tæplega 1,3 milljón dala á fimm mótum eða um 150 milljónir kr. Til samanburðar rauf Woods 2 milljóna dala múrinn eftir 16 mót þegar hann var nýliði á mótaröðinni. Vegas tryggði sér keppnisrétt á PGA mótaröðinni með því að enda í fimmta sæti á peningalista Nationwide mótaraðarinnar sem er sú næst sterkasta í Bandaríkjunum. Á síðustu tveimur vikum hefur Vegas farið úr 118. sætinu á heimslistanum upp í það 69. Hann er eini kylfingurinn frá Venesúela sem hefur náð keppnisrétti á PGA mótaröðinni.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira