Alonso fagnar endurkomu Raikkönen 21. desember 2011 13:30 Spánverjarnir Marc Gene og Fernando Alonso sem starfa hjá Ferrari og Pedro de la Rosa hjá HRT liðinu eru hér uppáklæddir á fréttamannafundi í Madrid. Klæðnaður kappanna er í tilefni af jólunum. MYND: FERRARI Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið. Raikkönen hætti akstri með Ferrari liðinu í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og keppti síðan í rallakstri í tvö ár. Raikkönen gerði tveggja ára samning við Renault liðið á dögunum um að keppa aftur í Formúlu 1, en liðið verður nefnt Lotus Renault á næsta ári. Romain Groesjen mun einnig aka með liðinu. Vitaly Petrov hefur misst sæti sitt hjá Renault liðinu, þó hann hefði samning á næsta ári í höndunum. Alonso ræddi endurkomu Raikkönen á fréttamannafundi í Madrid í vikunni. „Ég býð hann velkominn aftur. Hann er frábær ökumaður. Hann er einn af þeim hæfileikaríkustu og hefur orðið meistari og er frábær persónuleiki. Það verður því ánægjulegt að keppa hlið við hlið við hann," sagði Alonso samkvæmt frétt á autosport.com. „Ég er ekki að bera hann saman við neinn, en það er ekki sama hvort það er Kimi Raikkönen við hlið þér í ræsingu eða ungur ökumaður eða nýliði þegar ekið er að fyrstu beygju. Að berjast við meistara gefur þér öðruvísi tilfinningu og meira öryggi." Alonso sagði líka að hann hefði verið hissa á að landi hans Jamie Alguersuari missti sæti sitt hjá Torro Rosso. Báðum ökumönnum Torro Rosso var skipt út fyrir næsta ár. Sebastian Buemi ekur ekki lengur með liðinu, frekar en Alguersuari. Í þeirra stað verður nýliðinn Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo sem ók með HRT liðinu í ár. „Ég hef ekki sterka skoðun á þessu og veit ekki hvernig Torro Rosso starfar, eða hversu ánægðir eða óanægðir þeir voru með ökumenn sína. Ég var hissa eins og aðrir að þeir vildu skipta um báða ökumenn. Að skipta báðum út er eins og að byrja frá grunni og það verður erfiðara að þróa og prófa bílinn." Alonso kvaðst líka hissa á því að Adrian Sutil verður ekki áfram hjá Force India liðinu, en Nico Hulkenberg kemur í hans stað sem keppnisökumaður, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins. Paul Di Resta er áfram ökumaður Force India, en hann byrjaði að keppa á þessu tímabili. Formúla Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fernando Alonso, ökumaður Ferrari fagnar því að Kimi Raikkönen er að fara keppa aftur í Formúlu 1 með liði sem kallast mun Lotus Renault á næsta ári. Raikkönen var áður hjá Ferrari, en Alonso tók sæti hans hjá liðinu, þó Raikkönen ætti enn ár eftir af samningi sínum við Ferrari liðið. Raikkönen hætti akstri með Ferrari liðinu í Formúlu 1 í lok ársins 2009 og keppti síðan í rallakstri í tvö ár. Raikkönen gerði tveggja ára samning við Renault liðið á dögunum um að keppa aftur í Formúlu 1, en liðið verður nefnt Lotus Renault á næsta ári. Romain Groesjen mun einnig aka með liðinu. Vitaly Petrov hefur misst sæti sitt hjá Renault liðinu, þó hann hefði samning á næsta ári í höndunum. Alonso ræddi endurkomu Raikkönen á fréttamannafundi í Madrid í vikunni. „Ég býð hann velkominn aftur. Hann er frábær ökumaður. Hann er einn af þeim hæfileikaríkustu og hefur orðið meistari og er frábær persónuleiki. Það verður því ánægjulegt að keppa hlið við hlið við hann," sagði Alonso samkvæmt frétt á autosport.com. „Ég er ekki að bera hann saman við neinn, en það er ekki sama hvort það er Kimi Raikkönen við hlið þér í ræsingu eða ungur ökumaður eða nýliði þegar ekið er að fyrstu beygju. Að berjast við meistara gefur þér öðruvísi tilfinningu og meira öryggi." Alonso sagði líka að hann hefði verið hissa á að landi hans Jamie Alguersuari missti sæti sitt hjá Torro Rosso. Báðum ökumönnum Torro Rosso var skipt út fyrir næsta ár. Sebastian Buemi ekur ekki lengur með liðinu, frekar en Alguersuari. Í þeirra stað verður nýliðinn Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo sem ók með HRT liðinu í ár. „Ég hef ekki sterka skoðun á þessu og veit ekki hvernig Torro Rosso starfar, eða hversu ánægðir eða óanægðir þeir voru með ökumenn sína. Ég var hissa eins og aðrir að þeir vildu skipta um báða ökumenn. Að skipta báðum út er eins og að byrja frá grunni og það verður erfiðara að þróa og prófa bílinn." Alonso kvaðst líka hissa á því að Adrian Sutil verður ekki áfram hjá Force India liðinu, en Nico Hulkenberg kemur í hans stað sem keppnisökumaður, eftir að hafa verið varaökumaður liðsins. Paul Di Resta er áfram ökumaður Force India, en hann byrjaði að keppa á þessu tímabili.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira