Torro Rosso skiptir um keppnisökumenn fyrir næsta ár 14. desember 2011 18:45 Daniel Ricciardo og Jean Eric Vergne verða ökumenn Torro Rosso á næsta ári. MYND: Andrew Hone/Getty Images Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Torro Rosso liðið hefur verið starfrækt frá árinu 2006, en báðir ökumennirnir sem aka með liðinu á næsta ári hafa verið undir handleiðslu Red Bull síðustu ár, sem hefur stutt við þá með ráði og dáð á ferli þeirra. Red Bull fyrirtækið austurríska á bæði Formúlu 1 lið Red Bull og Torro Rosso. Franz Tost, yfirmaður Torro Rosso liðsins kvaðst ánægður að liðið hafi tekið ákvörðun snemma um hvaða ökumenn aka með liðinu á næsta ári. Ricciardo er 22 ára og fæddur í Ástralíu og ók á föstudagsæfingum með Torro Rosso á þessu ári, áður en hann fékk sætið hjá HRT liðinu í stað Karthikeyan. „Þetta er stórmál fyrir mig og nokkuð sem ég hef viljað frá því ég var að keyra fyrir Torro Rosso á föstudagsmorgun á mótshelgum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er enn hoppandi glaður af spenningi vegna þessara frétta", sagði Ricciardo í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Ricciardo ók í sjö mótum með HRT liðinu og kvaðst hafa lært mikið af því. Vergne er franskur og ók á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso undir lok keppnistímabilsins. Hann er 21 árs og varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. „Fyrst og fremst verð ég að þakka Red Bull fyrir allan stuðningin til þessa og fyrir að trúa því að ég sé tilbúinn að takast á við það verkefni að keppa í Formúlu 1. Jólin komu snemma í ár!" sagði Vergne. Auk þess að aka á föstudagsæfingunum, þá ók Vergne þrjá daga á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir að keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk á bíl frá Red Bull liðinu og náði besta tíma dagsins alla æfingadagana. „Mér finnst ég tilbúinn að taka skrefið, jafnvel þó ég viti að það er mikill munur á æfingum og því að keppa," sagði Vergne og kvaðst hafa notið þessa að vinna með Torro Rosso á árinu og bíður þess spenntur að sitja á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu í mars. Formúla Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Torro Rosso liðið ítalska hefur ákveðið að skipta um keppnisökumenn fyrir næsta keppnistímabil. Jean Eric Vergne og Daniel Ricciardo verða ökumenn liðsins í stað Sebastian Buemi og Jamie Alguersuari. Vergne verður nýliði sem keppnisökumaður í Formúlu 1, en Ricciardo ók með HRT liðinu á þessu keppnistímabili, eftir að hafa tekið sæti Narain Karthikeyan. Torro Rosso liðið hefur verið starfrækt frá árinu 2006, en báðir ökumennirnir sem aka með liðinu á næsta ári hafa verið undir handleiðslu Red Bull síðustu ár, sem hefur stutt við þá með ráði og dáð á ferli þeirra. Red Bull fyrirtækið austurríska á bæði Formúlu 1 lið Red Bull og Torro Rosso. Franz Tost, yfirmaður Torro Rosso liðsins kvaðst ánægður að liðið hafi tekið ákvörðun snemma um hvaða ökumenn aka með liðinu á næsta ári. Ricciardo er 22 ára og fæddur í Ástralíu og ók á föstudagsæfingum með Torro Rosso á þessu ári, áður en hann fékk sætið hjá HRT liðinu í stað Karthikeyan. „Þetta er stórmál fyrir mig og nokkuð sem ég hef viljað frá því ég var að keyra fyrir Torro Rosso á föstudagsmorgun á mótshelgum á fyrri hluta tímabilsins. Ég er enn hoppandi glaður af spenningi vegna þessara frétta", sagði Ricciardo í fréttatilkynningu frá Torro Rosso. Ricciardo ók í sjö mótum með HRT liðinu og kvaðst hafa lært mikið af því. Vergne er franskur og ók á þremur föstudagsæfingum með Torro Rosso undir lok keppnistímabilsins. Hann er 21 árs og varð meistari í Formúlu 3 í Bretlandi í fyrra. „Fyrst og fremst verð ég að þakka Red Bull fyrir allan stuðningin til þessa og fyrir að trúa því að ég sé tilbúinn að takast á við það verkefni að keppa í Formúlu 1. Jólin komu snemma í ár!" sagði Vergne. Auk þess að aka á föstudagsæfingunum, þá ók Vergne þrjá daga á æfingum ungra ökumanna í Abú Dabí eftir að keppnistímabilinu í Formúlu 1 lauk á bíl frá Red Bull liðinu og náði besta tíma dagsins alla æfingadagana. „Mér finnst ég tilbúinn að taka skrefið, jafnvel þó ég viti að það er mikill munur á æfingum og því að keppa," sagði Vergne og kvaðst hafa notið þessa að vinna með Torro Rosso á árinu og bíður þess spenntur að sitja á ráslínunni í Melbourne í Ástralíu í mars.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira