Óskar Bjarni: Þetta var hörmung Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 4. desember 2011 20:12 Óskar Bjarni Óskarson. Mynd/Stefán Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira
Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals var allt annað en sáttur eftir stórtap Vals fyrir Haukum, 32-21, í Vodafonehöllinni að Hlíðarenda í dag. Valur hafði bikar að verja en átti aldrei möguleika gegn sterku liði Hauka. "Þeir voru mjög þéttir varnarlega og við áttum í miklum vandræðum með sóknarleikinn. Höndin fór bara alltaf upp og ef það var ekki tæknifeill þá varði Birkir. Þetta var gríðarlega erfitt sóknarlega og svo klukkuðum við þá ekki hinum megin á vellinum og fengum því hvorki markvörslu né hraðaupphlaup, við vorum bara lélegir í dag," sagði Óskar Bjarni Óskarsson þjálfari Vals eftir leik. "Við náðum aldrei að koma til baka í leiknum. Ég var ekki hræddur þó við værum undir 9-5 eða eitthvað í fyrri hálfleik en það gerðist aldrei neitt og þetta fór bara á hinn veginn. Við ákváðum að byrja seinni hálfleikinn í 6-0 í stað þess að reyna eitthvað og sjá hvort Bubbi (Hlynur Morthens) kæmi aftur inn en það bara gekk ekkert upp hjá okkur og allt hjá þeim. Þetta fór á versta veg, var bara hörmung," sagði Óskar Bjarni sem hafði stýrt Val í fjóra bikarúrslitaleiki í röð sem þrír sigruðust, 2008,2009 og 2011. "Það er til skammar að tapa svona. Við höfum náð góðum árangri í bikarnum og viljum vera í bikarúrslitum en í mínum huga er sárast hvað við buðum upp á hérna, okkur sjálfum, félaginu, þetta er ekki boðlegt." "Það var líka erfitt að við fengum lítið út úr hægra horninu með Finn Inga meiddan og Anton var að spila veikur eins og sást. Ég setti Valdimar inn í liðið sem ég ætlaði ekki að gera fyrir áramót. Það var erfitt að ná taktinum sem maður er alltaf að glíma við í svona miklum meiðslum gegn svona þéttu liði. Við fundum ekki taktinn í þessu hvorki í vörn né sókn. Við litum út eins og aumingjar," sagði Óskar Bjarni að lokum.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Sjá meira