Birgir Leifur reynir sig á úrtökumóti fyrir PGA í fyrsta sinn 24. október 2011 13:00 Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Birgir Leifur Hafþórsson hefur leik á morgun, þriðjudag, á úrtökumóti fyrir sterkustu atvinnumótaröð heims, PGA mótaröðina í Bandaríkjunum. Birgir Leifur hefur dvalið í Bandaríkjunum undanfarna daga en þetta er í fyrsta sinn sem atvinnumaðurinn tekur þátt á úrtökumóti fyrir PGA. Birgir telur sig eiga möguleika á að komast inn á mótaröðina en úrtökumótið er þrískipt líkt og á evrópsku mótaröðinni. Birgir Leifur segir í viðtali við Hans Steinar Bjarnason íþróttafréttamann á Stöð 2 að hann eigi raunhæfa möguleika á að komast alla leið. Birgir leikur á Pinewild Magnolioa vellinum í Norður-Karólínu þar sem að 78 kylfingar keppa um 15 efstu sætin sem tryggja þeim áframhaldandi þátttökurétt inn á 2. stigið. Leiknir verða fjórir hringir, 72 holur, á þessu úrtökumóti . Gríðarleg samkeppni er um þau örfáu sæti sem eru í boði á sjálfri PGA mótaröðinni. Á undanförnum vikum fóru fram úrtökumót fyrir þá sem vildu komast inn á 1. Stigið. Birgir Leifur slapp við þá síu en til þess að komast alla leið á PGA mótaröðina þarf hann líkt og aðrir að komast í gegnum öll þrjú stigin á úrtökumótinu. Lauslega áætlað má gera ráð fyrir að rúmlega 1000 kylfingar keppi á 13 mismundandi keppnisvöllum víðsvega um Bandaríkin á 1. stiginu. Aðeins 20% af þeim komast inn á 2. stigið.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira