Vettel ekki að einbeita sér að stiginu sem vantar 8. október 2011 16:45 Lewis Hamilton, Sebastian Vettel og Jenson Button eftir tímatökuna í Japan. AP MYND: GREG BAKER Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá. Formúla Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel á Red Bull verður fremstur á ráslínu í japanska Formúlu 1 kappakstrinum á Suzuka brautinni, sem fram fer á sunnudag. Vettel varð aðeins 0.009 sekúndum á undan Jenson Button á McLaren í tímatökunni í dag. Það gekk þó ekki allt eins og í sögu hjá Vettel og Red Bull fyrir tímatökuna. „Ég fór útaf á æfingu í gær og skemmdi framvænginn, þannig að það var ekki auðvelt að standsetja bílinn fyrir daginn í dag. Af þeim sökum var jafnvægi bílsins ekki gott í morgun (á æfingu) og við fórum ekki nógu hratt. Eftir æfinguna í morgun, settumst við niður og spáðum í hvar við gætum bætt okkur og náðum öllu út úr bílnum í tímatökunni. Það var lykilatriði," sagði Vettel í fréttatilkynningu frá Red Bull. Vettel getur orðið heimsmeistari ökumanna á morgun og nægir eitt stig í þeim fimm mótum sem eftir eru, jafnvel þó Button, eini keppinautur hans um titilinn vinni mótið á Suzuka brautinni og fjögur mót til viðbótar að auki. „Það var ekki mikill munur á mér og Jenson. Ég vil þakka liðinu og þeim í bækistöð liðsins fyrir að færa mér annan framvæng. Ég sæti ekki hér, án þeirra og ég er mjög glaður og ánægður. Hvort ég næ í eitt stig eða ekkert á morgun - ég er ekki einbeita mér að því." „Ég lærði lexíu í gær, þegar ég var ekki alveg 100% einbeittur og missti bílinn útaf. Keppnin á morgun er löng og erfið. Ég hlakka til. Við elskum að koma hingað, það er sérstök stemmning og áhorfendur eru ástríðufullir og brjálaðir," sagði Vettel góðlátlega. „Þegar við erum á hótelinu á morgnanna, þá er það fullt af fólki og allir eru gargandi. Það er skemmtileg tilfinning að vera hluti af því og það verður sérstakt af ræsa af stað, fremstur á ráslínu. Keppnin er löng og það getur margt gerst", sagði Vettel. Bein útsending frá japanska Formúlu 1 kappakstrinum hefst með upphitun klukkan 05.30 í fyrramálið á Stöð 2 Sport og verður útsendingin í opinni dagskrá.
Formúla Íþróttir Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira