Vettel: Mikilvægt að vera fremstur á ráslínu 28. maí 2011 22:03 Mark Webber verður þriðji á ráslínu í Mónakó á morgun, Sebastian Vettel fyrstur og Jenson Button annar. Webber og Button hafa báðir unnið mótið í Mónakó, en Vettel ekki. Mynd: Mark Thompson Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó Formúla Íþróttir Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Sebastian Vettel hjá Red Bull náði besta tíma í tímatökum í dag í Mónakó og sagði á fréttamannafundi að mikilvægt væri að vera fremstur á ráslínu, en mikilvægast hefði verið að Sergio Perez, sem lenti í óhappi í dag væri í lagi. Perez fékk heilahristing og tognaði á mjöðm eftir að hafa skollið á vegriði og síðan runnið á hliðarskreiði á Sauber bíl sínum á öryggisvegg í tímatökunni. Perez keppir ekki á morgun og verður á spítala í nótt. Hann hafði komist í lokaumferð tímatökunnar í fyrsta skipti í Formúlu 1, en hann er nýliði á þessu ári. „Tímatakan er erfið og það þarf að gefa 100% á öllum þremur tímatökusvæðunum. Ég náði góðum tökum á bílnum í lokaumferðinni og var ánægður með það. Það mikilvægasta að heyra var þó að Sergio er í lagi og með meðvitund", sagði Vettel. „Við sátum í bílunum og biðum og sáum myndirnar á sjónvarpsskjám eins og aðrir. Vorum að hugsa til hans (Perez) og óskum honum alls hins besta. Vonandi nær hann sér fljótt. Það var ekki auðvelt að sitja og bíða og fáir gátu bætt tíma sína þegar tímatakan var endurræst. Keppnin verður löng á morgun og margt getur gerst." „Við höfum séð hvað getur gerst þegar mörg þjónustuhlé eru í gangi og ekkert bókað fyrirfram. Við verðum að aka af kappi og sjá hvað við getum gert", sagði Vettel. Bein útsending verður frá mótinu í Mónakó kl. 11.30 á Stöð 2 Sport á morgun í opinni dagskrá.Sjá brautarlýsingu frá Mónakó
Formúla Íþróttir Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira