Keppnisáætlanir mikilvægar í mótum ársins 19. apríl 2011 13:09 Jenson Button náði forystu í mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn, en liðsfélagi han Lewis Hanilton kom fyrstur í endmark. Mynd: Getty Images/Paul Gilham Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun. Athygli vakti að Mark Webber hjá Red Bull varð átjándi í tímatökum, en komst samt í þriðja sæti á góðum akstri og á góðri keppnisáætlun liðsins. Sebstian Vettel á Red Bull var fremstur á ráslínu, en missti báða McLaren ökumennina, Lewis Hamilton og Jenson Button framúr sér í upphafi. Vettel náði engu að síður í annað sætið á eftir Hamilton, sem vann sinn fyrsta sigur á árinu. Vettel var kominn í vandræði á slitnum dekkjum á lokasprettinum, en hann var látinn taka tvö þjónustuhlé, Hamilton og Button tóku þrjú þjónustuhlé, eins og Webber. McLaren lagði upp með áætlun upp á tvö hlé, en breytti í þrjú hlé á meðan keppni stóð. Í frétt á autosport.com er Martin Whitmarsh hjá McLaren var spurður að því hvort verði miklvægara, vel útfærðar keppnisáætlanir eða framþróun bílanna. Hann svaraði eftirfarandi: "Hvorugtveggja. Það sem er búið að þróa núna og það verður að hrósa Pirelli, að blanda Pirelli dekkja, stillanlegs afturvængs bílanna og KERS kerfisins þýðir að tvö mót sem gegnum tíðina hafa ekki verið spennandi, þegar ekki rignir hafa verið háspennumót. Ég vona og tel að við séum í góðum málum með Formúlu 1", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að ekkert megi útaf bera varðandi keppnisáætlanir og að dekkin reyni á liðin, tæknimenn og ökumenn, en Pirelli útvegar öllum liðum dekk sem slitna hraðar en þekktist í fyrra. Það var með vilja gert til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Christian Horner hjá Red Bull var spurður að því hve flóknar keppniáætlanir væru í dag. "Keppnisáætlanir verða lykilaðtriði og við vissum það fyrir tímabilið. Ég tel að við höfum verið mjög góðir varðandi þetta atriði. Við hefðum verið hetjur í Kína, ef dekkin hefði dugað, en það gekk ekki upp. En útkoman var engu að síður góð, miðað við stöðu okkar í fyrsta hring", sagði Horner. Formúla Íþróttir Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Yfirmenn McLaren og Red Bull sem áttust við um fyrsta sætið í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ á sunnudaginn telja að keppnisáætlanir liða verði mikilvægar í mótum ársins. McLaren sá við Red Bull í Sjanghæ á betur útfærðri keppnisáætlun. Athygli vakti að Mark Webber hjá Red Bull varð átjándi í tímatökum, en komst samt í þriðja sæti á góðum akstri og á góðri keppnisáætlun liðsins. Sebstian Vettel á Red Bull var fremstur á ráslínu, en missti báða McLaren ökumennina, Lewis Hamilton og Jenson Button framúr sér í upphafi. Vettel náði engu að síður í annað sætið á eftir Hamilton, sem vann sinn fyrsta sigur á árinu. Vettel var kominn í vandræði á slitnum dekkjum á lokasprettinum, en hann var látinn taka tvö þjónustuhlé, Hamilton og Button tóku þrjú þjónustuhlé, eins og Webber. McLaren lagði upp með áætlun upp á tvö hlé, en breytti í þrjú hlé á meðan keppni stóð. Í frétt á autosport.com er Martin Whitmarsh hjá McLaren var spurður að því hvort verði miklvægara, vel útfærðar keppnisáætlanir eða framþróun bílanna. Hann svaraði eftirfarandi: "Hvorugtveggja. Það sem er búið að þróa núna og það verður að hrósa Pirelli, að blanda Pirelli dekkja, stillanlegs afturvængs bílanna og KERS kerfisins þýðir að tvö mót sem gegnum tíðina hafa ekki verið spennandi, þegar ekki rignir hafa verið háspennumót. Ég vona og tel að við séum í góðum málum með Formúlu 1", sagði Whitmarsh. Whitmarsh segir að ekkert megi útaf bera varðandi keppnisáætlanir og að dekkin reyni á liðin, tæknimenn og ökumenn, en Pirelli útvegar öllum liðum dekk sem slitna hraðar en þekktist í fyrra. Það var með vilja gert til að reyna meira á ökumenn og keppnislið. Christian Horner hjá Red Bull var spurður að því hve flóknar keppniáætlanir væru í dag. "Keppnisáætlanir verða lykilaðtriði og við vissum það fyrir tímabilið. Ég tel að við höfum verið mjög góðir varðandi þetta atriði. Við hefðum verið hetjur í Kína, ef dekkin hefði dugað, en það gekk ekki upp. En útkoman var engu að síður góð, miðað við stöðu okkar í fyrsta hring", sagði Horner.
Formúla Íþróttir Mest lesið Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Cecelía Rán hélt hreinu í góðum sigri Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ Fótbolti „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Fótbolti Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira