Umfjöllun: Njarðvík í úrslit í fyrsta sinn Jón Júlíus í Hveragerði skrifar 29. mars 2011 20:54 Shayla Fields skoraði 25 stig fyrir Njarðvík í kvöld. Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins í oddaleik gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Gríðarleg stemmning var í íþróttahúsinu í Hveragerði í kvöld og voru bæði lið vel studd áfram af stuðningsmönnum sínum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og áttu heimakonur í Hamar erfitt með að leysa vörn gestanna á upphafmínútum leiksins. Hamar komst hins vegar betur inn í leikinn eftir að þær fóru að pressa Njarðvíkurstúlkur hátt upp völlinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-22 fyrir gestina úr Njarðvík sem ætluðu greinilega ekki að láta fara illa með sig líkt og í þriðja leik liðanna á dögunum. Njarðvík hóf annan leikhluta af álíka krafti og það gerði í þeim fyrsta. Njarðvíkurstúlkum tókst vel að leysa varnarleik Hamars. Hamarsstúlkum óx hins vegar ásmegnin eftir því sem leið á leikhlutann og jafnaði leikinn í stöðunni 29-29 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Staðan í hálfleik, 40-41 fyrir gestina í afar jöfnum og spennandi leik. Jaleesa Butler dró vagninn hjá Hamri og skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Liðunum gekk erfiðlega að finna leiðina að körfunni í byrjun þriðja leikhluta en um miðbik hálfleiksins tóku Njarðvíkingar við sér. Ágúst Björgvinsson, var langt frá því að vera sáttur við leik sinna stúlkna og tók leikhlé þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Staðan fyrir lokaleikhlutann 52-55 og gríðarleg stemmning á pöllunum í Hveragerði. Njarðvíkingar lögðu allt sem þær áttu í lokaleikhlutann og með magnaðri baráttu og öflugum varnarleik náði liðið að innbyrða sögulegan sigur og farseðilinn inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Mest náði liðið átta stiga forystu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og héldu þær ró sinni þar til að leikurinn var allur. Lokatölurnar 67-74 og það verða liðin af nágrannaslagur í úrslitunum þar sem Njarðvíkingar mæta Keflavík. Shayla Fields var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 25 stig og tók auk þess 7 fráköst. Julia Demirer skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Hjá Hamar skoraði Jaleesa Butler 34 stig fyrir Hamar og tók 11 fráköst. Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira
Njarðvík er komið í úrslit um Íslandsmeistaratitilinn í Iceland Express deild kvenna eftir sigur liðsins í oddaleik gegn Hamar, 67-74, í Hvergerði í kvöld. Þar með hefur liðið brotið blað í sögu félagsins en aldrei áður hefur kvennalið Njarðvíkur komist í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Gríðarleg stemmning var í íþróttahúsinu í Hveragerði í kvöld og voru bæði lið vel studd áfram af stuðningsmönnum sínum. Njarðvíkingar byrjuðu leikinn vel og áttu heimakonur í Hamar erfitt með að leysa vörn gestanna á upphafmínútum leiksins. Hamar komst hins vegar betur inn í leikinn eftir að þær fóru að pressa Njarðvíkurstúlkur hátt upp völlinn. Staðan eftir fyrsta leikhluta 19-22 fyrir gestina úr Njarðvík sem ætluðu greinilega ekki að láta fara illa með sig líkt og í þriðja leik liðanna á dögunum. Njarðvík hóf annan leikhluta af álíka krafti og það gerði í þeim fyrsta. Njarðvíkurstúlkum tókst vel að leysa varnarleik Hamars. Hamarsstúlkum óx hins vegar ásmegnin eftir því sem leið á leikhlutann og jafnaði leikinn í stöðunni 29-29 þegar leikhlutinn var hálfnaður. Staðan í hálfleik, 40-41 fyrir gestina í afar jöfnum og spennandi leik. Jaleesa Butler dró vagninn hjá Hamri og skoraði 17 stig í fyrri hálfleik. Liðunum gekk erfiðlega að finna leiðina að körfunni í byrjun þriðja leikhluta en um miðbik hálfleiksins tóku Njarðvíkingar við sér. Ágúst Björgvinsson, var langt frá því að vera sáttur við leik sinna stúlkna og tók leikhlé þegar fjórar mínútur voru eftir af þriðja leikhluta. Staðan fyrir lokaleikhlutann 52-55 og gríðarleg stemmning á pöllunum í Hveragerði. Njarðvíkingar lögðu allt sem þær áttu í lokaleikhlutann og með magnaðri baráttu og öflugum varnarleik náði liðið að innbyrða sögulegan sigur og farseðilinn inn í úrslitin um Íslandsmeistaratitilinn. Mest náði liðið átta stiga forystu þegar tvær mínútur voru eftir af leiknum og héldu þær ró sinni þar til að leikurinn var allur. Lokatölurnar 67-74 og það verða liðin af nágrannaslagur í úrslitunum þar sem Njarðvíkingar mæta Keflavík. Shayla Fields var atkvæðamest í liði Njarðvíkur með 25 stig og tók auk þess 7 fráköst. Julia Demirer skoraði 14 stig og tók 15 fráköst. Hjá Hamar skoraði Jaleesa Butler 34 stig fyrir Hamar og tók 11 fráköst.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjör og viðtöl: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ LeBron gefur vísbendingu hvenær hann hættir Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Bætti eigið aldursmet í NBA deildinni um fimm ár Uppgjörið: Álftanes - Grindavík 90-88 | Andrew Jones hetja heimamanna „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ „Maður er að kaupa notaða bíla og það eru bílasalar að bjóða manni bíla“ Kristófer: Þetta virkaði allavega í kvöld Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Uppgjörið: Keflavík-Haukar 117-85 | Létt hjá Kanalausum Keflvíkingum Uppgjörið: Valur - KR 101-94 | Sálarnærandi sigur Íslandsmeistaranna Caitlin Clark nálægt því að skjóta niður áhorfendur á golfmóti „Við þurfum að fara að vinna leiki“ Tveir með fimmtíu stiga leik í nótt Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Tryggvi og Elvar báðir kátir eftir kvöldið Popovich fékk heilablóðfall Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Leikmenn í Bónusdeildinni sem útvarpsmenn á FM957 og X977 Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Betur fór en á horfðist hjá Martin sem virtist illa meiddur Sjá meira