Fram varði bikarmeistaratitilinn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 26. febrúar 2011 14:54 Mynd/Daníel Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur. Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Fram vann í dag sigur á Val í úrslitum Eimskipsbikarkeppni kvenna, 25-22, eftir hörkuleik. Íris Björk Símonardóttir átti stórleik í marki Fram og varði 22 skot. Þær Stella Sigurðardóttir (8 mörk), Sigurbjörg Jóhannsdóttir (5 mörk) og Karen Knútsdóttir (4 mörk) fóru fyrir sóknarleik Framara í leiknum og áttu stóran þátt í sigrinum með öflugri frammistöðu, eins og reyndar hjá fleirum í liði Fram. Það var þó fyrst og fremst vörn og markvarsla hjá Fram sem skóp þennan sigur í dag en annars öflugur sóknarleikur Vals var tekinn afar föstum tökum. Anett Köbli gerði sitt og nýtti þau sjö vítaköst sem hún tók en þó var áberandi hversu vel Frömurum gekk vel að halda skyttum Vals niðri í leiknum. Stella byrjaði af krafti fyrir Fram og skoraði fyrstu þrjú mörk liðsins en liðin héldust þó í hendur fyrstu tíu mínútur leiksins. Framarar fóru svo að síga fram úr með öflugum varnarleik sem sókn Vals réði ekkert við. Valur skoraði ekkert mark á næstu tíu mínútum og Fram komst fjórum mörkum yfir, 8-4. Þetta bil áttu Valsmenn aldrei eftir að brúa en staðan í hálfleik var 13-9, Fram í vil. Sóknarleikur Vals skánaði þó í lok fyrri hálfleiks og í upphafi þess síðari. Ágætlega gekk að leysa inn á línu og leikmenn voru einnig duglegir að fiska víti með gegnumbrotum. Um miðbik hálfleiksins átti Valur þess kost að minnka muninn í eitt mark en Íris Björk lokaði markinu og Fram komst aftur í fjögurra marka forystu, 23-19. Síðustu mínúturnar voru þó spennuþrungnar en Framarar náðu að halda einbeitingunni í vörninni og komu í veg fyrir að áhlaup Vals næði að bera árangur. Stærsti munurinn á liðunum í dag var markvarslan og varnarleikurinn. Íris Björk fór mikinn en Valsmenn voru í miklum vandræðum með sína markvörslu. Greinilegt er að þeir sakna Berglindar Hansdóttur landsliðsmarkvarðar sárt en þær sem komu í hennar stað skortir einfaldlega reynslu af stórum leikjum eins og þessum. Pavla Nevarilova átti stórleik í vörn Framara og tók sóknarmenn Vals föstum tökum. Hún fiskaði einnig vítið á lokamínútu leisksins sem tryggði svo Fram endanlega sigurinn. Leiknum var lýst beint á Boltavaktinni: Fram - Valur.
Íslenski handboltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira