McDowell vann US Open - Tiger fjórði Henry Birgir Gunnarsson skrifar 21. júní 2010 08:59 McDowell hér með bikarinn í nótt. Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. McDowell varð höggi á undan Frakkanum Gregory Havret, tveimur höggum á undan Ernie Els og þremur á undan Tiger Woods og Phil Mickelson. McDowell byrjaði daginn í öðru sæti, þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem leiddi fyrir lokadaginn. Johnson gekk ekkert að höndla pressuna, fór á taugum á fyrstu holunum og náði sér aldrei á strik eftir það. Allir stóru mennirnir - Tiger, Els og Mickelson - fengu svo sannarlega tækifæri á lokadeginum en McDowell var stöðugastur í sínum leik og tryggði öruggt par á lokaholunni sem færði honum sigurinn. Havret fékk ágætt færi á fugli á lokaholunni en rétt missti púttið sem hefði fært honum umspil. McDowell er fyrsti Norður-Írinn til þess að vinna risamót síðan Fred Daly vann opna breska árið 1947. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem vinnur stórmót síðan Paul Lawrie vann opna breska árið 1999. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norður-Írinn Graeme McDowell varð í nótt fyrsti Evrópubúinn í 40 ár sem nær að vinna opna bandaríska meistaramótið í golfi. Hann gerði það með glæsibrag á Pebbe Beach í nótt. McDowell varð höggi á undan Frakkanum Gregory Havret, tveimur höggum á undan Ernie Els og þremur á undan Tiger Woods og Phil Mickelson. McDowell byrjaði daginn í öðru sæti, þremur höggum á eftir Dustin Johnson sem leiddi fyrir lokadaginn. Johnson gekk ekkert að höndla pressuna, fór á taugum á fyrstu holunum og náði sér aldrei á strik eftir það. Allir stóru mennirnir - Tiger, Els og Mickelson - fengu svo sannarlega tækifæri á lokadeginum en McDowell var stöðugastur í sínum leik og tryggði öruggt par á lokaholunni sem færði honum sigurinn. Havret fékk ágætt færi á fugli á lokaholunni en rétt missti púttið sem hefði fært honum umspil. McDowell er fyrsti Norður-Írinn til þess að vinna risamót síðan Fred Daly vann opna breska árið 1947. Hann er einnig fyrsti Bretinn sem vinnur stórmót síðan Paul Lawrie vann opna breska árið 1999.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira