Meistarinn Button að venjast McLaren 4. febrúar 2010 11:05 Jenson Button er nú í búningi McLaren liðsins. Mynd: Getty Images Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga. "Það er óhætt að segja að Ferrari bíllinnn sé fljótur, en óljóst hve fljótur. Þeir myndu ekki ná þessum tíma ef þeir væru ekki samkeppnisfærir, en það er erfitt að vita hvaða bensínmagn menn eru að nota á æfingum. Svo mæta allir með endurbætta bíla fyrir fyrsta mótið. Ég held að næsta prófun verði marktækari og þá verði hægt að finna út raunhraða manna með því að skoða bensínþyngdir", sagði Button í samtali við Auosport vefsetrið. "Það hefði verið gott að komast í að stilla bílnum upp meira, en við höfum þurft að breyta ýmsu í bílnum til að það færi vel um mig. Ég sit hátt í bílnum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið." Button sagðist ekki hafa hoppað hæð sína af kæti á fyrstu æfingunni með McLaren eins og með Brawn í fyrra, þegar hann prófaði nýja bíl liðsins. Ástæðan væri einfaldlega sú að það tæki tíma að venjast nýjum bílum og aðstæðum. Þá væri brautin í Valencia óvenjuleg, en hún er fremur hæg miðað við hefðbundnar Formúlu 1 brautir. Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Heimsmeistarinn Jenson Button hefur unnið hörðum höndum að því að venjast McLaren liðinu og og bílnum á æfingum í Valencia, en hann gekk til liðs við liðið frá meistaraliði Mercedes. Hann telur að margt eigi eftir að koma í ljóst á næstu vikum varðandi hraða bílanna, en Ferrrari náði besta tíma síðustu daga. "Það er óhætt að segja að Ferrari bíllinnn sé fljótur, en óljóst hve fljótur. Þeir myndu ekki ná þessum tíma ef þeir væru ekki samkeppnisfærir, en það er erfitt að vita hvaða bensínmagn menn eru að nota á æfingum. Svo mæta allir með endurbætta bíla fyrir fyrsta mótið. Ég held að næsta prófun verði marktækari og þá verði hægt að finna út raunhraða manna með því að skoða bensínþyngdir", sagði Button í samtali við Auosport vefsetrið. "Það hefði verið gott að komast í að stilla bílnum upp meira, en við höfum þurft að breyta ýmsu í bílnum til að það færi vel um mig. Ég sit hátt í bílnum sem er mikilvægt fyrir sjálfstraustið." Button sagðist ekki hafa hoppað hæð sína af kæti á fyrstu æfingunni með McLaren eins og með Brawn í fyrra, þegar hann prófaði nýja bíl liðsins. Ástæðan væri einfaldlega sú að það tæki tíma að venjast nýjum bílum og aðstæðum. Þá væri brautin í Valencia óvenjuleg, en hún er fremur hæg miðað við hefðbundnar Formúlu 1 brautir.
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira