Tiger Woods lék sitt besta golf og á enn möguleika á að sigra á þessu ári Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 3. desember 2010 11:22 Tiger Woods hefur ekki unnið golfmót á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001. AP Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum. Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Tiger Woods sýndi gamla takta á fyrsta keppnisdegi á Chevron meistaramótinu í golfi sem hófst í gær á PGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Woods er efstur eftir 18 holur á 7 höggum undir pari eða 65 höggum. Woods púttaði fjórum sinnum fyrir erni á hringnum en hann hitti 16 af alls 18 flötum í tilætluðum höggafjölda. Hann er einu höggi á undan Norður-Írunum Graeme McDowell og Rory McIlroy. Woods sýndi oft á tíðum snilldartilþrif úr erfiðum stöðum en þetta er aðeins í annað sinn á þessu ári sem hann er í efsta sæti á atvinnumóti. Á þessu ári hefur Woods ekki náð að vinna golfmót en skor hans á fyrsta hringnum er það besta sem hann hefur náð á þessu ári. Mótið er síðasta tækifærið fyrir Woods að landa sigri á atvinnumóti á þessu ári en það hefur ekki gerst frá árinu 2001 Tiger Woods slær hér af teig á Chevron meistaramótinu í gær.AP „Það er ekki oft sem maður getur kvartað yfir púttunum eftir að hafa leikið á 65 höggum en ég setti aðeins eitt langt pútt ofaní. Ég náði loksins að leika 18 holur í röð án þess að gera stór mistök og vonandi tekst mér að leika fjóra daga í röð með þessum hætti," sagði Woods í gær en hann hefur unnið þetta mót í tvö síðustu skiptin sem hann hefur tekið þátt. Hann lék ekki árið 2008 vegna hnémeiðsla og fyrir ári síðan hafð hann um aðra hluti að hugsa en golf - en þá var einkalíf kylfingsins aðalfréttaefnið. Dustin Johnson, sem gerði afdrifarík mistök á lokakeppnisdegi PGA meistaramótsins fyrr á þessu ári, lék á 69 höggum. Stewart Cink, sigurvegarinn á opna breska meistaramótinu árið 2009, lék einnig á 69. Englendingurinn Luke Donald og Camilo Villegas frá Kolumbíu léku báðir á 70 en aðrir kylfingar léku yfir pari vallar. Anthony Kim, sem var bandaríska Ryderliðinu árið 2008 lék afar illa eða á 79 höggum.
Golf Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira