Niki Lauda: Refsa á Renault fyrir svindl 17. september 2009 09:04 Niki Lauda og Nelson Piquet eldri, sem nargir telja að hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla. mynd: Getty Images Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Fyrrum meistari í Formúlu 1, Niki Lauda telur að Renault þurfi að fá harða refsingu þar sem ljóst sé að liðið svindlaði í Formúlu 1 mótinu í Singapúr í fyrra. Yfirmenn liðsins sem hafa verið reknir frá Renault létu Nelson Piquet keyra á vegg svo Fernando Alonso næði forystu í mótinu. Alonso vann sigur í framhaldinu. Flavio Briatore og Pat Symonds sem voru að baki aðgerðinni hafa verið reknir frá liðinu, en alþjóðabílasambandið, FIA tekur málið fyrir á mánudaginn og ákvarðar refsingu í málinu. "Þegar ég las um þetta mál í fyrsta skipti þá fannst mér þetta það versta sem hefur komið fyrir í Formúlu 1. Það er aðeins eitt atvik sambærilegt. Það er þegar Michael Schumacher stöðvaði bíl sinn í miðri beygju til að hefta tímatökun í Mónakó 2006, en það er ekki einu sinni svipað", sagði Niki Lauda. "Svo var skandallinn með stolinn gögn hjá McLaren fyrir tveimur árum. En þetta með klessukeyrslu Piquet er alvarlegra mál. Það ber að refsa Renault. Svo fannst mér yfirlýsingar Britaore um einkalíf Piquet fyrir neðan allar hellur", sagði Lauda en Briatore sendi eitraðar pillur í átt að Piquet og setti spurningarmerki við kynhegðun hans. Nelson Piquet eldri er fyrrum Formúlu 1 meistari og umboðsmaður sonar síns með sama nafni. Margir telja að hann hafi átt þátt í því að leka upplýsingum um svindlið í fjölmiðla þar sem sonur hans var rekinn frá Renault vegna slaks árangurs á þessu ári. Sjá meira um málið
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira