Carl Lewis: Yfirvöld brugðust Semenya Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. september 2009 13:59 Caster Semenya. Nordic Photos / AFP Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya. Erlendar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira
Carl Lewis segir að frjálsíþróttayfirvöld í Suður-Afríku hafi brugðist hinni átján ára gömlu Caster Semenya frá Suður-Afríku. Semenya vann gullverðlaun í 800 metra hlaupi kvenna á HM í Berlín í síðasta mánuði. Þremur vikum fyrir mótið var hún skylduð til að gangast undir kynjapróf. Hins vegar átti prófið sér ekki stað og henni því leyft að keppa á HM í Berlín. Það var svo nokkrum klukkustundum fyrir úrslitahlaupið að Alþjóðlega frjálsíþróttasambandið tilkynnti að Semenya þyrfti að gangast undir kynjaprófið eftir allt saman. Semenya keppti engu að síður og kom fyrst í mark á besta tíma ársins og nýju Suður-Afríkumeti. „Yfirvöld í Suður-Afríku hefðu átt að taka á þessu máli miklu fyrr," sagði Lewis og vildi meina að hún hefði aldrei átt að fá að keppa á HM í Berlín. „Hún er átján ára gömul og finnst henni sjálf vera kona. En henni hefur verið brugðist á öllum stigum málsins. Þetta er ykkur að kenna," bætti Lewis við og beindi orðum sínum að frjálsíþróttasambandi Suður-Afríku. „Hún er keppandi frá ykkar landi og þið tókuð ekki á málinu. Hún var sett í sviðsljósið og finnst mér það afar ósanngjarnt gagnvart henni." Forráðamenn suður-afríska frjálsíþróttasambandsins hafa hafnað öllum fullyrðingum að Caster Semenya sé ekki kona. „Annars hefði hún ekki fengið að keppa ef einhver vafi hefði verið á því," sagði fulltrúi sambandsins. Von er á formlegum niðurstöðu kynjaprófsins í nóvember en það hefur þegar lekið út að prófið sýni að hún sé tvíkynja. Óvíst er hvað tekur við. Hvort hún fái að keppa aftur eða ekki er óvitað enn. En embættismenn í Suður-Afríku hafa lofað því að berjast með kjafti og klóm gegn hvers konar keppnisbanni og hefur forseti landsins, Jacob Zuma, sagt mál þetta brotið á mannréttindum Semenya.
Erlendar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Körfubolti Fleiri fréttir Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Uppgjörið: Njarðvík-ÍR 96-101 | Fyrsti sigur ÍR-inga kom suður með sjó Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Steig á tána á Mike Tyson Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Keflvíkingur með í „uppgjöri áratugarins“ Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Sjá meira