Allir vilja líkjast goðinu Button 20. júní 2009 19:15 Allir vilja vera Button. Forystumaðurinn með gamansömum áhorfendum á Silverstone. Mynd: AFP Jenson Button er sjötti á ráslínu fyrir breska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun, en hann hefur ómetanlegan stuðning á brautinni í formi áhorfenda. Lewis Hamilton vann mótið í fyrra við mikinn fögnuð heimamanna, en núna er það Button sem er efstur í stigamóiti ökumanna. "Það er alveg magnað að sjá hvaða stuðning ég fæ. Ég var hálf hræddur að labba í átt að undirskrifasvæði okkar með áhorfendum, það var svo mikill mannfjöldi. Það liggur við að þetta sé kómískt, en það er gífurlegur áhugi á Formúlu 1 í Bretlandi", sagði Button. Hann keppir eins og aðrir í síðasta skipti á Silverstone, en breski kappaksturinn á að færast á Donington Park á næsta ári. "Það elska allir Silverstone og þetta er góð braut til að fylgjast með Formúlu 1. Stemmningin er alltaf góð og því er engin ástæða til að færa mótið annað að mínu mati", sagði Button. "Ég mun reyna gera mitt í kappakstrinum, en það verður erfitt að stefna á sigur þar sem ég er í sjötta sæti á ráslínu. Mér gekk illa að ná hita í dekkinn og því fór sem fór. Red Bull bílarnir eru erfiðir viðureignar og Rubens Barrichello eru í betri stöðu að slást við Vettel og Webber", sagði Button. Hann hefur unnið sex mót af sjö á árinu. Bein útsending frá breska kappakstrinum er kl. 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. sjá brautarlýsingu frá Silverstone Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira
Jenson Button er sjötti á ráslínu fyrir breska Formúlu 1 kappaksturinn á morgun, en hann hefur ómetanlegan stuðning á brautinni í formi áhorfenda. Lewis Hamilton vann mótið í fyrra við mikinn fögnuð heimamanna, en núna er það Button sem er efstur í stigamóiti ökumanna. "Það er alveg magnað að sjá hvaða stuðning ég fæ. Ég var hálf hræddur að labba í átt að undirskrifasvæði okkar með áhorfendum, það var svo mikill mannfjöldi. Það liggur við að þetta sé kómískt, en það er gífurlegur áhugi á Formúlu 1 í Bretlandi", sagði Button. Hann keppir eins og aðrir í síðasta skipti á Silverstone, en breski kappaksturinn á að færast á Donington Park á næsta ári. "Það elska allir Silverstone og þetta er góð braut til að fylgjast með Formúlu 1. Stemmningin er alltaf góð og því er engin ástæða til að færa mótið annað að mínu mati", sagði Button. "Ég mun reyna gera mitt í kappakstrinum, en það verður erfitt að stefna á sigur þar sem ég er í sjötta sæti á ráslínu. Mér gekk illa að ná hita í dekkinn og því fór sem fór. Red Bull bílarnir eru erfiðir viðureignar og Rubens Barrichello eru í betri stöðu að slást við Vettel og Webber", sagði Button. Hann hefur unnið sex mót af sjö á árinu. Bein útsending frá breska kappakstrinum er kl. 11:30 á sunnudag á Stöð 2 Sport. sjá brautarlýsingu frá Silverstone
Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Tryggja framtíð formúlu 1 í Mónakó Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Enginn Finni í formúlu 1 í fyrsta sinn í átján ár Svona verður Verstappen heimsmeistari í borg syndanna Mercedes þvertekur fyrir orðróm um Hamilton Hamilton hraunar yfir bílinn sinn og hótar að hætta strax Úr sautjánda sæti í að geta landað titlinum næst Fimm árekstrar í tímatökunni á rennblautri braut Tímatökunni frestað en keppninni flýtt vegna veðurs Lando Norris vann sprettinn en tímatökunni frestað vegna veðurs Gagnrýnir Verstappen harðlega og líkir honum við illmenni Sagði heimsmeistarann vera hættulegan Sainz kom fyrstur í mark og Norris saxar á forskot meistarans Sainz á pól en heimamaðurinn með öftustu mönnum Leclerc fyrstur í mark í Texas Hamilton úr leik á þriðja hring Annað Schumacher-brúðkaup gæti verið í vændum Schumacher sást meðal fólks í fyrsta sinn í ellefu ár Sjá meira