Beckham: Búinn að lækka fituprósentuna sína úr 13,7 í 8,5 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. mars 2009 23:45 David Beckham hefur verið að gera góða hluti með AC Milan. Mynd/AFP David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu. Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira
David Beckham mun væntanlega leika sinn 109.landsleik fyrir England á laugardaginn þegar enska landsliðið mætir Slóvökum í vináttulandsleik. Menn í Englandi eru nú farnir að velta því fyrir sér hvort Beckham eigi möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton sem lék 125 landsleiki á sínum tíma. „Það er mikill heiður á að fá að spila fyrir England og hver landsleikur er bónus fyrir mig," sagði Beckham sem deilir nú meti með Bobby Moore yfir útileikmenn sem hafa spilað flesta leiki fyrir enska landsliðið. „Ég bjóst ekki við að ná 100 leikjum og þegar ég náði þeim fjölda þá héldu allir að ég myndi hætta. Ég er ánægður með að vera búinn að spila 108 leiki og vonandi næ ég að spila leik númer 109," sagði Beckham. Verði Beckham með enska landsliðinu fram að HM í Suður-Afríku þá ætti hann að eiga góða möguleika á að bæta landsleikjamet Peter Shilton í sjálfri heimsmeistarakeppninni. „Fólk er farið að tala um metið en ég er ekkert að spá í þessu. Það getur margt breyst í boltanum en Milan hefur gefið mér tækifæri til að halda áfram að spila í alþjóðlegum bolta," sagði hinn 33 ára gamli Beckham sem er á láni hjá AC Milan frá bandaríska liðinu LA Galaxy. Beckham hefur bæst í hóp fjölmargra annarra „eldri" leikmanna sem hafa fengið endurnýjaða lífdaga eftir að þeir komust í hina frábæru aðstöðu hjá AC Milan þar sem hugsað er einstaklega vel um leikmennina. „Ég er búinn að bæta mitt líkamlega form mikið síðan ég kom til Ítalíu. Þegar ég hitti Mílan-liðið í Dubai í desember þá var fituprósentan mín 13,7 prósent en núna er hún komin niður í 8,5 prósent," sagði Beckham. David Beckham hefur spilað 12 deildarleiki með AC Milan á tímabilinu og skoraði í þeim 2 mörk auk þess að gefa margar stoðsendingar á félaga sína í liðinu.
Enski boltinn Ítalski boltinn Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Sjá meira