United vann með minnsta mun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 29. apríl 2009 18:47 Darren Fletcher og John O'Shea fagna marki þess síðarnefnda í kvöld. Nordic Photos / AFP Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira
Manchester United og Arsenal eigast við í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu. Manchester United vann 1-0 sigur á Arsenal í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistaradeildar Evrópu á Old Trafford í kvöld. United hafði mikla yfirburði í fyrri hálfleik en náði að koma knettinum aðeins einu sinni í markið. Það gerði John O'Shea á sautjándu mínútu. Carlos Tevez, Wayne Rooney og Cristiano Ronaldo fengu góð færi í fyrri hálfleik og þá átti Ronaldo hörkuskot í slána í þeim síðari. En ekki fór boltinn aftur í netið. Arsene Wenger og hans menn geta ágætlega unað við niðurstöðuna en síðari viðureign liðanna fer fram í Lundúnum í næstu viku. Heimamenn byrjuðu betur í leiknum og fengu nokkur ágæt færi í upphafi leiksins. Það besta fékk Wayne Rooney en Manuel Almunia, markvörður Arsenal, varði vel skalla hans. Varnarmaðurinn ungi Kieran Gibbs fékk það erfiða hlutverk að verjast Cristiano Ronaldo sem var ekki lengi að láta til sín taka í leiknum. Sóknarþunginn bar svo árangur á sautjándu mínútu. Fyrst fékk Carlos Tevez algert dauðafæri eftir sendingu John O'Shea frá hægri en Tevez skaut beint á Almunia af stuttu færi. United fékk þó hornspyrnu og eftir hana barst boltinn á Michael Carrick á fjarstönginni. Hann sendin boltann aftur yfir teiginn þar sem O'Shea var dauðafrír og honum brást ekki bogalistin. Hann skoraði af öryggi og kom United í 1-0 forystu. Arsenal lét þó ekki segjast og fékk ágætt færi skömmu síðar. Boltinn barst á Emmanuel Adebayor sem lagði hann aftur á Cesc Fabregas. Hann var kominn í góða skotstöðu en skaut beint á Edwin van der Sar í markinu. Cristiano Ronaldo fékk svo gott tækifæri til að auka forskot United er hann skallaði að marki eftir sendingu Carlos Tevez. En aftur var Almunia á réttum stað. Arsenal náði að koma sér betur inn í leikinn eftir því sem leið á fyrri hálfleikinn. Síðari hálfleikur byrjaði þó frekar rólega og fátt um fína drætti í upphafi hans. Á 63. mínútu átti þó Emmanuel Adebayor skot að marki úr ágætu fyrir en boltinn fór yfir mark heimamanna. Á 67. mínútu kom svo Ryan Giggs inn á sem varamaður í skiptum fyrir Anderson. Sá fyrrnefndi lék þar með sinn 800. leik á ferlinum með Manchester United. Aðeins tveimur mínútum síðar fékk Cristiano Ronaldo boltann á miðjum vallarhelmingi Arsenal. Hann tók nokkur skref áfram og lét svo vaða að marki. Glæsilegt skot en boltinn hafnaði í slánni. Sóknarþungi Manchester United hélt áfram eftir þetta og á 78. mínútu náði Giggs að koma knettinum í netið. Markið var þó dæmt af vegna rangstöðu. Nær komust leikmenn ekki og því niðurstaðan 1-0 sigur heimamanna. Byrjunarlið Manchester United: Van der Sar, Evra, O'Shea, Ferdinand, Vidic, Fletcher, Carrick, Anderson, Ronaldo, Rooney, Tevez. Varamenn: Foster, Berbatov, Giggs, Scholes, Park, Rafael, Evans.Byrjunarlið Arsenal: Almunia, Sagna, Gibbs, Silvestre, Toure, Diaby, Song, Fabregas, Nasri, Walcott, Adebayor. Varamenn: Fabianski, Eduardo, Denilson, Ramsey, Djourou, Bendtner, Eboue.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Fótbolti Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Fótbolti Tyson eftir tapið gegn Paul: „Ég dó næstum því í júní“ Sport Markvörður Bayern með krabbamein Fótbolti Dagskráin í dag: Heimir mætir Englendingum á Wembley Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Fótbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Handbolti Orri Freyr og félagar áfram á toppnum Handbolti Fleiri fréttir „Mjög sátt, spennt og stolt að vera hluti af þessu“ Markvörður Bayern með krabbamein Gripið um hreðjar Stefáns Teits: „Þetta er ekki löglegt“ Ótrúleg mistök þegar Sveindís og Wolfsburg unnu örugglega Risasigur hjá Þjóðverjum og stórstjörnurnar skoruðu fyrir Svía Cecilía hélt hreinu í góðum sigri Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Sjá meira