Celtic bíður milli vonar og ótta Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. október 2007 09:29 Bera þurfti Dida af velli í gær. Nordic Photos / AFP Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira
Forráðamenn Glasgow Celtic bíða nú milli vonar og ótta um hvort Knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, refsi félaginu fyrir árásina á Dida í gær. Scott McDonald tryggði Celtic 2-1 sigur á AC Milan í Meistaradeild Evrópu með marki á 89. mínútu. Skömmu síðar hljóp stuðningsmaður Celtic inn á vellinn og virtist löðrunga Dida, markvörð AC Milan. Enskir miðlar eru þó í vafa um að „höggið“ sem Dida fékk hafi verið eins alvarlegt og hann sjálfur vildi af láta. Bera þurfti Dida af velli eftir að hann féll í grasið með miklum tilburðum. Zeljko Kalac kom inn á fyrir Dida á lokamínútu leiksins og varði mark Milan síðustu sekúndurnar. Forráðamenn AC Milan munu þó ekki kvarta formlega undan atvikinu þar sem það hafði ekki áhrif á úrslit leiksins. Þó gæti verið að dómari leiksins, Markus Merk, eða eftirlitsmaður UEFA greini frá atvikinu í skýrslu sinni. Árið 1984 þurfti Celtic að endurtaka leik sinn við Rapid Vín í Evrópukeppni bikarhafa. Celtic var undir eftir fyrri leik liðanna, 3-1, og var með 3-0 forystu á heimavelli sínum. Þá var flösku kastað að leikmanni austurríska liðsins sem féll í grasið með miklum tilburðum þó svo að flaskan hafi ekki hæft hann. Knattspyrnusamband Evrópu úrskurðaði að endurtaka þyrfti leikinn í að minnsta kosti hundrað mílna fjarlægð frá Glasgow. Celtic tapaði endurtekna leiknum sem fór fram á Old Trafford. Briann Quinn, stjórnarformaður Celtic, hefur kvatt UEFA til að rannsaka tilburði Dida og sakaði hann um að hafa ýkt viðbrögð sín mikið. Eftir löðrunginn gerði Dida sig líklegan til að elta manninn en ákvað svo að láta sig detta í grasið. Hann var borinn af velli á börum og hélt kælipoka við andlit sitt.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Fleiri fréttir Markalaust jafntefli tryggði Íslandi úrslitaleik á þriðjudag „Við munum þurfa að finna út úr því vandamáli á morgun“ Ísak Bergmann fær hrós á X: „Åge svelt hann með landsliðinu“ „Spila oftast best þegar ég er reiður“ „Örugglega hræðilegt að horfa á þetta“ „Við vissum að þetta yrði smá hark“ Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Aron Einar meiddur af velli eftir tuttugu mínútur Aron Einar miðvörður í Niksic Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Sjá meira