Ricky Hatton kominn með nýtt viðurnefni 6. júní 2007 13:33 Castillo og Hatton mætast í Las Vegas þann 23. júní og verður bardaginn í beinni á Sýn NordicPhotos/GettyImages Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. "Þetta gælunafn er alls ekki ætlað til að stíða Castillo á nokkurn hátt og það tengist því ekki að hann sé frá Mexíkó. Málið er að ég á marga aðdáendur í Mexíkó og á líka vini þaðan eins og Marco Antonio Barrera. Ég er aðeins að reyna að stækka aðdáendahóp minn í Mexíkó með nýja gælunafninu og ætla inn í hringinn með sombrero-hatt og axlaslá," sagði Hatton léttur í bragði og bætti við að hann ætlaði aðeins að nota nýja gælunafnið í þessum eina bardaga. Hatton hefur alla tíð getið sér gott orð fyrir að vera drengur góður og þar að auki mikill háðfugl. Hann hefur beðið vin sinn Wayne Rooney að halda á meistarabeltunum sínum þegar hann gengur inn í hringinn í Las Vegas síðar í þessum mánuði, en óvíst er hvort Rooney tekur það í mál - því það mun hann þá gera undir laginu "Blue Moon" sem er stuðningsmannalag Manchester City. Hatton er stuðningsmaður City, en Rooney spilar sem kunnugt er með erkifjendunum í United. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn. Erlendar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira
Breski hnefaleikakappinn Ricky Hatton hefur tekið upp nýtt viðurnefni fyrir bardagann gegn Jose Luis Castillo í Las Vegas þann 23. júní nk. Hatton er venjulega kallaður The Hitman, en hann ætlar að kalla sig Mexíkóann frá Manchester þegar hann mætir Castillo. Hatton hefur einnig beðið vin sinn Wayne Rooney hjá Manchester United að taka þátt í viðburðum kvöldsins. "Þetta gælunafn er alls ekki ætlað til að stíða Castillo á nokkurn hátt og það tengist því ekki að hann sé frá Mexíkó. Málið er að ég á marga aðdáendur í Mexíkó og á líka vini þaðan eins og Marco Antonio Barrera. Ég er aðeins að reyna að stækka aðdáendahóp minn í Mexíkó með nýja gælunafninu og ætla inn í hringinn með sombrero-hatt og axlaslá," sagði Hatton léttur í bragði og bætti við að hann ætlaði aðeins að nota nýja gælunafnið í þessum eina bardaga. Hatton hefur alla tíð getið sér gott orð fyrir að vera drengur góður og þar að auki mikill háðfugl. Hann hefur beðið vin sinn Wayne Rooney að halda á meistarabeltunum sínum þegar hann gengur inn í hringinn í Las Vegas síðar í þessum mánuði, en óvíst er hvort Rooney tekur það í mál - því það mun hann þá gera undir laginu "Blue Moon" sem er stuðningsmannalag Manchester City. Hatton er stuðningsmaður City, en Rooney spilar sem kunnugt er með erkifjendunum í United. Bardaginn verður sýndur beint á sjónvarpsstöðinni Sýn.
Erlendar Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Aron Einar miðvörður í Niksic Í beinni: Svartfjallaland - Ísland | Gætu fellt Svartfellinga Í beinni: Stjarnan - Njarðvík | Hart barist í Umhyggjuhöllinni Í beinni: Grindavík - Tindastóll | Hvernig koma liðin út úr hléinu? Sveindís og stöllur með fimm stiga forskot á toppnum Frækinn sigur Vals í Kristianstad Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sóley Margrét heimsmeistari Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry LeBron ekki sáttur en náði náði þrennu fjórða leikinn í röð Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Vildi ekki rota og meiða Tyson Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Bestu NFL tilþrifin: Bakarameistarinn með Bosa í annarri og boltann í hinni Messi: Þú ert hugleysingi „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Baldur veit ekki hvort hann fái að þjálfa ÍR-liðið áfram Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 78-101| Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta Sjá meira