Roma lagði Manchester United 4. apríl 2007 20:39 Wayne Rooney skoraði sitt fyrsta mark í Meistaradeildinni síðan árið 2004 AFP Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira
Roma hafði betur 2-1 gegn Manchester United á heimavelli sínum í Róm í kvöld þegar liðin mættust í fyrri leik sínum í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Paul Scholes lét reka sig af velli í fyrri hálfleik og Rodrigo Taddei kom Roma í 1-0 skömmu fyrir hlé. Wayne Rooney jafnaði fyrir United á 60. mínútu en aðeins nokkrum mínútum síðar tryggði Mirko Vucinic Rómverjum sigurinn. Heimamenn hefðu ef til vill átt að gera betur í leiknum en fara með eins marks forystu til Englands í síðari leikinn. Hinn reyndi leikmaður Paul Scholes virtist ekki vera með höfuðið á réttum stað frá fyrstu mínútu í kvöld og átti hvert glórulausa brotið á fætur öðru. Hann sá rautt strax eftir 33 mínútur þegar hann fékk sitt annað gula spjald og kom sínum mönnum í erfiða stöðu. Heimamenn í Roma komust yfir á 44. mínútu með marki frá Taddei, en skot hans hrökk af annars góðum Wes Brown og í netið. Rooney skoraði fyrsta mark sitt í Meistaradeildinni í þrjú ár þegar hann tók boltann sallarólegur á kassann og afgreiddi í netið á 60. mínútu og staðan skyndilega orðin væn fyrir enska liðið. Það var svo Mirko Vucinic sem tryggði Rómverjunum sigurinn aðeins sex mínútum síðar þegar hann fylgdi eftir þrumufleyg Manchini eftir að Van der Sar hafði varið laglega. Rómverjar virtust satt að segja ekki tilbúnir að taka mikla áhættu í sóknarleiknum þrátt fyrir liðsmuninn frá 33. mínútu og nú er bara að sjá hvað verður í síðari leiknum í Manchester - þar sem heimamönnum nægir eitt mark til að komast í undanúrslitin. Þar verða þeir Scholes hjá United og Perrotta hjá Roma báðir í leikbanni. Roma 2 - 1 Man UtdRodrigo Taddei (44) Wayne Rooney (60) Mirko Vucinic (66) Roma: Doni, Panucci, Mexes, Chivu, Cassetti, Wilhelmsson (Vucinic 62), Taddei (Rosi 82), De Rossi, Perrotta, Mancini, Totti. Ónotaðir varamenn: Curci, Faty, Defendi, Ferrari, Okaka Chuka.Gul spjöld: Perrotta.Mörk: Taddei (44), Vucinic (67).Skot (á mark): 28 (10)Brot: 20Hornspyrnur: 9Með bolta: 57%Rangstöður: 3Varin skot: 3 Manchester United: Van der Sar, Heinze, Ferdinand, O'Shea, Brown, Ronaldo, Giggs (Saha 77), Carrick, Scholes, Rooney, Solskjær (Fletcher 72). Ónotaðir varamenn: Kuszczak, Smith, Dong, Richardson, Eagles.Rauð spjöld: Scholes (34).Gul spjöld: Scholes, Solskjær, Heinze.Mörk: Rooney (60).Skot (á mark): 9 (4)Brot: 19Hornspyrnur: 3Með bolta: 43%Rangstöður: 2Varin skot: 2 Áhorfendur: 77,000Dómari: Herbert Fandel (Þýskalandi).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Sóley Margrét heimsmeistari Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Fleiri fréttir Sædís skoraði annan deildarleikinn í röð Sjálfsmark skildi að og strákarnir komnir á næsta stig Van Nistelrooy sækir um stjórastarfið hjá Coventry Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Sárafáir Íslendingar á meðal 4.000 áhorfenda á leik dagsins „Þeir hafa bætt sig frá því síðast en við einnig“ „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri Sjá meira